Í hópastarfi höfum við verið að læra um líkamann. Hver líkamsheitin eru og hvernig líkaminn er. Við erum líka mikið í að leika okkur saman og eru kubbar voða vinsælir, skemmtilegt að byggja og líka hægt að læra litina með þeim 🙂 Myndir úr hópastarfi má sjá hér

Hvolpahópur Lækur, litirnir.

 

Í hópastarfi höfum við verið að æfa okkur í litunum. Við höfum til dæmis notað kubba til að flokka litina og farið í ipadinn og skoðað hvernig allskonar hlutir eru á litin  🙂

Nokkrar myndir úr hópastarfinu má sjá hér

HÓPASTARF HJÁ HVOLPAHÓP-LÆKUR

 

Jæja hér koma nokkrar myndir inn frá hópastarfi hjá Hvolpahópi. Við höfum verið að brasa ýmsilegt, mála, púsla, perla, leika og bara kynnast hvort öðru. Til að hjálpa okkur að kynnast höfum við byrjað alla hópatíma á að dansa saman, hlæjum og höfum gaman 🙂

Myndir má sjá hér