Frosti Snær 3 ára

Á morgun laugardaginn 10. febrúar verður Frosti Snær 3 ára. Að því tilefni héldum við uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og hans fjölskyldu innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir má sjá hér

Dagur leikskólans-Lækur

 

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. febrúar síðastliðinn teiknuðu börnin á Læk hver sína mynd og fóru svo með í hús hér í nágrenninu. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar 🙂

Einnig unnum börnin saman að því að búa til mynd til að hengja upp í lyftunni hér á Tröllaborgum til að gleðja nágranna okkar 🙂

Myndir frá deginum má sjá hér

Hvolpahópur hópatími

Alla daga erum við í hópatími frá 9-11, þar höfum við nægan tíma til að gera ýmislegt. Síðustu vikuna höfum við í Hvolpahóp farið á velli og gert allskonar æfingar, farið út, æft okkur í sjálfshjálpinni, farið í hlutverkaleiki til dæmis búðarleik og prufað að mála með gömlum debit kortum 🙂

Myndir frá hópatíma má sjá hér

Hvolpahópur á Læk, gamli tíminn

Við í hvolpahóp höfum verið að kynna okkur aðeins lífið í gamla daga þessa vikuna. Við notuðum tölvuna til að skoða myndir til að skilja þetta allt saman miklu betur. Sáum þar til dæmis að krakkarnir hér áður fyrr léku sér með leggi og skeljar, fólkið bjó í torfbæjum og að ekki voru til sjónvarp. Einnig bjuggum við okkur til víkinga hjálma 🙂

Myndir frá vikunni má sjá hér

Hvolpahópur :)

Við í hvolpahóp erum öll að komast af stað eftir notalegt jólafrí. Í hópatíma höfum við verið að bralla ýmislegt til dæmis að mála sem er alltaf vinsælt. 🙂

Nokkrar myndir af hópnum að mála á pappadiska má sjá hér

Í hópastarfi höfum við verið að læra um líkamann. Hver líkamsheitin eru og hvernig líkaminn er. Við erum líka mikið í að leika okkur saman og eru kubbar voða vinsælir, skemmtilegt að byggja og líka hægt að læra litina með þeim 🙂 Myndir úr hópastarfi má sjá hér

Hvolpahópur Lækur, litirnir.

 

Í hópastarfi höfum við verið að æfa okkur í litunum. Við höfum til dæmis notað kubba til að flokka litina og farið í ipadinn og skoðað hvernig allskonar hlutir eru á litin  🙂

Nokkrar myndir úr hópastarfinu má sjá hér

HÓPASTARF HJÁ HVOLPAHÓP-LÆKUR

 

Jæja hér koma nokkrar myndir inn frá hópastarfi hjá Hvolpahópi. Við höfum verið að brasa ýmsilegt, mála, púsla, perla, leika og bara kynnast hvort öðru. Til að hjálpa okkur að kynnast höfum við byrjað alla hópatíma á að dansa saman, hlæjum og höfum gaman 🙂

Myndir má sjá hér