Kakóstund á Völlum

Heil og sæl foreldrar.

Við áttum notalega stund með Önnu Lilju jólasveinku á Völlum í morgun. Við fengum kakó með rjóma og kleinu. Við sátum saman spjölluðum og höfðum gaman og síðan skriðum við inn í speglahelli þar sem Anna Lilja las fyrir okkur litla jólasögu. Sjá myndir

IMG_1450

Smá fréttir af fjólubláa hóp í Læk

Heil og sæl kæru foreldrar.

Af okkur í fjólubláa hóp er allt gott að frétta. Við erum alltaf á fullu að gera eitthvað skemmtilegt. Það er mjög misjafnt hvað það sést mikið en Harpa getur fullyrt að við erum alltaf að læra eitthvað, við erum t.d. orðin mjög flink í því að setjast í hring. Þar sem við erum alltaf að skiptast á að vera á svæðum (í leikskólanum) þá er stundum freistandi að fara að gera eitthvað annað en setjast í hring (þó að það séu fyrirmælin) en við erum sem sagt alltaf að verða betri og betri í að fara eftir fyrirmælum 🙂 Hér erum við í Læk í hópastarfi og byrjuðum á þvíi að setjast í hring og eins og sjá má á myndunum gerðum við mjög flottan hring 🙂

  IMG_1209

Fjólublái hópur í Listalaut

Loksins loksins jæja það er búið að vera mikið að gera hjá okkur eins og alltaf. Við erum búin að rúlla á svæðin og bralla margt og mikið. Í listalautinni vorum við að mála og síðan gerðum við eina tilraun líka við blönduðum saman vatni, hveiti og bleki sprautuðum því á karton og settum inn í örbylgjuofnin, og viti menn þegar við tókum myndina út þá var blandan upphleypt á blaðinu og orðin hörð. Svo vorum við á völlum líka og gerðum þrautabraut. Það voru rosalega dugleg börnin í fjólubláahóp að vera í röðinni og fara hring eftir hring. Síðan erum við líka dugleg að fara í leiki eins og í grænni lautu.  Í litla læk vorum við síðan með spegla og vorum að skoða andlitið okkar nebbann, munninn sem er fyrir neðan nebbann, augun, kinnarnar og allt hitt. Hér má sjá nokkrar myndir úr listalaut

Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl það er búið að vera mikið að gera í fjölmenningavikunni okkar. Við erum búin að skoða myndir í tölvunni af t.d. fánum og börnum í öðrum löndum. Svo erum við búin að búa til og lita fána.  Þetta gekk vel og allir mjög duglegir að lita og klippa með Hörpu. Ég læt fylgja líka með myndir úr síðustu viku þar sem við vorum í hópverkefni. Við máluðum sól saman og skemmtum okkur konunglega við það. Sjá myndir af fánagerð,

og myndir úr Listalaut og útiveru.

Fyrsta valstundin í Læk

IMG_0292

 

Þá erum við byrjuð að fara í „Val“ það er bara búið að ganga ágætlega við þurfum aðeins að æfa okkur í þessu eins og öðru. Þetta tók svolítið langan tíma en það er eðlilegt þegar maður er að kynnast einhverju nýju. Það gekk svo mjög vel þegar við vorum komin af stað.  Sjá myndir

Fjólublái hópur í Læk

IMG_0248

 

Það er búið að vera rólegt hjá okkur í fjólubláa hóp í byrjun vikunnar vegna veikinda. Við sendum veiku krílunum okkar batakveðjur og vonandi fara þau að hressast. Við hin vorum að dunda okkur í Læk í gær og speglahelli í morgun. Við erum aðeins að ræða hvað við heitum og hvað við erum gömul, syngja nafnalög og klappa nöfin okkar svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkrar myndir frá í morgun og svo læt ég fylgja með myndir úr litla Læk úr þar síðustu viku. Sjá hér og hér

Fréttir af fjólubláa hóp í Læk

Heil og sæl, það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í fjólubláa hóp í vikunni. Við fórum í gönguferð í skóginn og náðum okkur í lauf til að föndra með. Við fórum með ávexti og glaðværð með í farteskinu. Svo erum við búin að föndra heilmikið í vikunni bæði úr laufblöðunum sem við fundum og síðan gerðum við sjálfsmynd af okkur. Takk fyrir vikuna og góða helgi.

IMG_0097

Sjá  fleiri myndir

Fjólublái hópur

Heil og sæl kæru foreldrar. Við í fjólubláa hóp erum búin að vera upptekinn við að vera saman í sátt og samlyndi. Það gengur alveg rosalega vel og alltaf betur og betur t.d. að fara rólega í stigann sem við göngum um daglega og reyndar oft á dag einnig höfum við lagt áherslu á að nota háu röddina okkar úti og lágu röddina inni. Við erum líka búin að dunda heilmikið fara á velli í leikfimi, Listalaut að mála og margt margt fleira.

 
Sjá myndir 104