Rauði hópur í Læk

Af okkur í rauða hóp er allt gott að frétta þessa stundina erum við mikið að vinna smá leyndó sem verður ekki uppljóstrað hér. Við erum einnig í rólegheitunum byrjuð að föndra fyrir jólin.  Við í rauða hóp ætlum að reyna að eiga rólegar og notalegar stundir í annríki desembermánaðar. Hér má sjá nokkrar myndir af okkur í listalaut og svo einnig myndir af okkur þar sem við erum svo dugleg að klæða okkur en eins og sést á þeim, æfingin skapar meistarann 🙂  Sjá hér

img_6443

Rauði hópur í Læk

Hér koma loksins myndir af rauða hóp en við vorum á dögunum í leikfimi á Völlum. Það var ofsalega gaman og við mjög dugleg og hugrökk að klifra í rimlunum og stökkva niður á bláu dýnuna. Svo vorum við að æfa okkur í að fara í æfingar, fórum á eina stöð og svo á næstu stöð og svo koll af kolli. Þetta gekk bara mjög vel þó það væri stundum freistandi að sleppa úr æfingu og æfingu 🙂 Þetta gerðum við í nokkra hringi og svo vorum við bara frjáls og gerðum það sem okkur þótti skemmtilegast   sjá myndir

img_6368

Rauði hópur að tína lauf

Heil og sæl kæru foreldrar. Hér koma nokkrar myndir frá því fórum að sækja okkur laufblöð. Sjá myndir

Hér koma svo nokkrar myndir frá því við unnum með laufblöðin. Sjá hér

Við í rauða hóp fórum svo á mánudaginn í þúfu og spiluðum og sungum eins og herforingjar. Glæsileg hljómsveit hér á ferð. Síðan fórum við í Berg og lékum okkur í bílunum, fengum ávexti og drifum okkur svo út að leika sjá myndir

img_5539

Rauði hópur í listalaut

Heil og sæl kæru foreldrar. Loksins heyri þið frá Hörpu hóp sem hefur fengið nafnið Rauði hópur. Dagarnir ganga vel hjá okkur og við erum ofsalega dugleg. Við erum á fullu að æfa reglurnar á Tröllaborgum og vera saman í hóp og svo auðvita margt margt fleira. Nú erum við búin að fara á öll svæði á Tröllaborgum og hefur gengið mjög vel. Listalaut er skemmtilegt svæði og hér eru myndir frá

því við vorum þar.  🙂 Myndir

rimg_5107

Lækur

Í dag fóru allir hópar saman í göngutúr í góða veðrinu. Við vorum rosalega dugleg að leiðast saman tvö og tvö og passa uppá hvort annað.  Allir voru svo hjálpsamir og dugleg að vera í röðinni.   Við fórum að skoða leikvöll fyrir ofan Merkigil þar sem er voða flottur kastali rólur,  gormatæki og fínir steinar til að klifra í eða tylla sér á til að borða nestið.  Allir svo kátir og glaðir og sungu hástöfum við göngum mót hækkandi sól, sól, sól þannig að það myndaðist þessi fína skrúðgöngu stemmning 🙂 🙂 sjá myndir

IMG_4190

Lækur í göngutúr

Eftir hvíldina í gær fórum við í göngutúr, við fórum í skóginn fyrir neðan Tröllaborgir. Við byrjuðum á því að klífa nokkra snjóskafla og síðan fórum við í svokallaðan Giljareit eða rjóður. Þar hafa börn úr Giljaskóla verið í smíðavinnu. Við klifruðum í trjám og húsum, sukkum í snjóinn og skemmtum okkur mjög vel. Þegar við vorum á heimleið rákumst við á bein og eftir mikla skoðun og spjall þótti líklegt að um risaeðlubein væri að ræða (þó ekki alveg hjá öllum, Harpa var t.d. ítrekað að reyna að ræða aðra möguleika en það þótti ekki trúverðugt 🙂 ) Enda hugmyndin um risaeðlubein bara góð 🙂  sjá myndir

IMG_3550

Fjólublái hópur í Læk

Í morgun fór fjólublái hópur í göngutúr og bauð Benna með sér. Við fórum hring í hverfinu og klifruðum á snjóhóla hér og þar á leiðinni. Við fundum einnig rólur sem við þurftum að prófa og fengum okkur svo banana sem við höfðum með í nesti. Mjög skemmtileg ferð og allir svo duglegir að fara eftir reglunum 🙂 Sjá myndir

 

IMG_3438

Fjólublái hópur í Læk

Daginn fyrir páskafrí fór fjólublái hópur í göngutúr, það finnst okkur alltaf rosalega gaman og við erum mjög dugleg að labba. Í þetta sinn fórum við á nálægan leikvöll, á leiðinni hittum við konu með hund og við fengum að klappa honum. (þeir sem vildu) Þegar við komum á leikvöllinn var rosa gaman en við þurftum að passa okkur rosa vel að stíga niður fótum því þar var svo mikill hundaskítur 🙁  Sveiattan þeim sem hirða ekki upp eftir hundana sína.  Við settumst líka á bekk og gæddum okkur á melónum sem við fengum í nesti 🙂

sjá myndir

Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl undanfarna daga höfum við verið mjög dugleg að gera páskaföndur. Páskakanínu, páskaunga, páskaegg og svo er aldrei að vita nema við gerum líka páskablóm svona ef áhugi er fyrir hendi. Þemastarfið hefur verið sett í svolitla pásu á meðan en við erum búin að vera dugleg að æfa okkur í því hvað við heitum fullu nafni og hvenær við eigum afmæli og hvað mamma og pabbi heita svo fátt eitt sé nefnt. Hófsemin á svo hug okkar allann þessa önnina og vonandi lærum við að temja okkur hana um ókomna tíð, en við t.d. notum litla málningu í einu, skömmtum okkur hóflega og skiptumst á dóti svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkrar myndir af okkur þar sem við erum að gera páskakanínuna okkar. Sjá hér

IMG_2832

Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl af okkur í fjólubláa hóp er allt gott að frétta. Við erum núna að byrja með páskaföndur og ætlum að dunda við það næstu daga, vikur.  Við erum svo eins og venjulega í hópastarfi og gengur bara vel að vinna með þemað okkar við erum búin að  æfa okkur í að teikna eftir fyrirmælum og spjalla um t.d. hvað við gerum með höndunum og hvort allir fæðist með hendur, skoða myndir og margt margt fleira. Við sáum m.a. stúlku sem fæddist ekki með neinar hendur og sáum að hún er búin að vera ofsalega dugleg að æfa sig að nota fæturnar t.d. til að borða með. Þetta fannst okkur mjög merkilegt og spennandi og töluðuðum mikið um. Við vorum líka mjög glöð að vera svo heppinn að fæðast með hendurnar okkar.  Í síðustu viku fórum við í mjög skemmtilegan leiðangur, við fórum á stóran snjóhól fyrir neðan blokkirnar í Trölla-og Drekagili. Þar komumst við nú að því að það var sko eins gott að hafa bæði hendur og fætur til nota.  Þetta var mikið ævintýri og gekk misvel svona fyrst í stað að klífa hólinn. Allir sigruðu þó hólinn og voru þau mjög stolt að komast upp. Mjög dugleg börn á ferðinni. Sumir höfðu litla trú á sjálfum sér til að byrja með en eftir smá samræður var hóllinn sigraður 🙂 Sjá myndir

IMG_4006

 


Val í Læk

Heil og sæl í vali á þriðjudaginn vorum við nokkur í Listalaut. Við náðum okkur í snjó, sem nóg er af og settum hann á plastkassalok. Við fórum svo með hann í Listalaut og máluðum á hann. Það varð til þetta fína listaverk sem lifði nú ekki mjög lengi nema jú í myndrænu formi og minningum 🙂   Síðan bjuggum við til annað listaverk og notuðum í þetta skiptið kassa, blað, glerkúlur og málningu 🙂 sjá hér

 

Lækur

Eftir hvíldina í dag vorum við að leira stafina okkar. Fyrst skrifuðum við eða kennarinn stafinn á blað og síðan settum við leirinn á hann. Þetta var mjög gaman og allir með það á hreinu hvað stafurinn sinn hét 🙂 sjá myndir

 

Fjólublái hópur Læk

Heil og sæl kæru foreldrar. Af okkur í fjólubláa hóp er allt gott að frétta, það er reyndar búið að vera óþarflega mikil veikindi hjá okkur en við vonum að þeirri hrinu sé að ljúka. Myndavélinn hefur ekki verið mikið við höndina en ég set inn myndir frá hópastarfi þar sem við vorum að líma á plastlok og leika í frjálsum leik.  sjá myndir

IMG_2211

Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl kæru foreldrar og gleðilegt ár. Við í fjólubláahóp höfum bara tekið því nokkuð rólega svona fyrstu vikuna eftir jól. Fráls leikur, söngur, smá dans, spjall, kúr og lestur hefur einkennt þessa viku.  Við förum svo í fullan gír í næstu viku í val og hópastarf.  Góða helgi 🙂

Myndir

IMG_1835