Aðlögun í Móum

 Á mánudaginn byrjuðu fimm nýjir strákar hjá okkur á Móum 🙂 Þeir heita Pétur Orri, Þórólfur Óli, Emil Bastían, Benjamín Loki og Mikael Þór.  Við bjóðum þá og fjölskyldu þeirra hjartanlega velkomin í leikskólann 🙂 Sjá myndir frá aðlöguninni hér.

Göngutúr hjá Uglunum

Um daginn fórum við Uglurnar í göngutúr, Við stoppuðum í Giljaskóla og lékum okkur aðeins þar, á leiðinni til baka tíndum við smá rusl og settum í ruslatunnurnar og spjölluðum aðeins um að allir ættu að vera duglegir að tína rusl og hafa jörðina okkar hreina 🙂 sjá myndir hér.

 Það er allt gott að frétta frá okkur í Ugluhópi, við erum búin að vera mála, pinna, æfa okkur í að bera virðingu fyrir hlutum og sýna virðingu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá okkur 🙂 sjá  hér.

Uglur gera Búðingsmynd

 Í síðustu viku gerðum við búðingamynd, við byrjuðum á því að búa til súkkulaðibúðing saman og svo var gert listaverk úr búðingnum 🙂 Eins og sjá má á myndunum smakkaðist málningin afar vel 🙂 sjá myndir hér.