Móabörn flytjast upp í Læk og Hvamm :)

Í dag fluttust 11 börn frá okkur í Móum upp á efri hæðina. Brynja Sól, Erla Sól og Hilmar Rafn fóru í Hvamm og Bjartmar Kristján, Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató, Óliver Máni, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn fóru í Læk. Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir frábæran vetur og óskum þeim velfarnaðar á nýjum deildum 🙂

Í gær vorum við með smá kveðjustund þar sem þau fengu að velja hvaða lög við sungum í söngstundinni. Hér má sjá myndir af kveðjustundinni og einnig frá því þegar þau fóru upp í morgun 🙂

Stefán Örn og Sandra 3 ára :)

Í dag héldum við upp á 3 ára afmæli Stefáns og Söndru, en Sandra verður 3 ára á morgun og Stefán þann 4. júlí. Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 🙂 Hér eru nokkrar myndir af afmælisbörnunum okkar 🙂

Aðlögun í Móum :)

Á þriðjudaginn byrjaði Alexandra Ýr hjá okkur í Móum 🙂  Við bjóðum henni og fjölskyldu hennar velkomin til okkar í Tröllaborgir 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Hvolpar, Uglur og Krummar í hópastarfi

Krummahópur, Ugluhópur og Hvolpahópur voru saman í hópastarfi í morgun og það var sko mikið fjör hjá okkur. Við vorum að vinna með snertiskynjun og bjuggum við til þrautabraut þar sem börnin löbbuðu á riffluðum hringjum, stigu svo í fat með hveiti, annað fat með snjó og að lokum fóru þau í heitt fótabað 🙂 Þetta fannst þeim mjög spennandi eins og sjá má á þessum myndum 🙂 Eins og gefur að skilja þá fannst þeim erfiðast að stíga í snjóinn og voru sumir sem potuðu bara aðeins í hann með tánum 🙂 Sumum fannst þetta svo gaman að þau fóru nokkrar ferðir í gegnum brautina 🙂

Móar – Hvolpahópur :)

Síðustu daga erum við í Hvolpahóp búin að vera að föndra páskaföndur 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir af því 🙂
Fyrr í mánuðinum æfðum við okkur aðeins að klippa. Börnunum fannst það frekar erfitt en samt mjög gaman, sérstaklega þegar þau fengu að líma á blað það sem þau voru að klippa 🙂 Hér eru myndir 🙂

 

Móar – Kisuhópur og Hvolpahópur í gönguferð

Í dag fóru Hvolpahópur og Kisuhópur í gönguferð. Við löbbuðum upp að Giljaskóla og fengum að leika okkur í smá stund á gervigrasvellinum. Það var sko ekki leiðinlegt að fá að hlaupa þar um 🙂 En við gátum nú ekki leikið okkur lengi í þetta sinn því við þurftum að flýta okkur aftur í leikskólann því ekki vildum við missa af Söngvaflóði 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá gönguferðinni okkar 🙂

Móar – Dagur leikskólans :)

Í tilefni af Degi leikskólans teiknuðu börnin í Móum myndir, settu í umslög og svo báru þau bréfin út í hús hér í nágrenninu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá því þegar við vorum að setja bréfin í póstkassana 🙂

Móar – Þorrablót :)

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur í Móum í dag. Við byrjuðum morguninn á því að bjóða í Bóndadags morgunmat og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂   Að því loknu var vinastund á Völlum þar sem við fengum að sjá myndir frá því í gamla daga og sungum við einnig nokkur þorralög. Rúsínan á pylsuendanum var svo frábær hádegisverður en þá fengum við að borða þorramat 🙂 Hér eru myndir 🙂
Í gær fengum við súkkulaðiköku í nónhressingunni. Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Gullkistan

Á mánudaginn kom Ragna frá Minjasafninu með nokkra muni úr safninu í Gullkistu. Við fengum að sjá sauðskinnsskó, ask og gömul leikföng.  Hér eru nokkrar myndir 🙂