Móar – Dagur leikskólans :)

Í tilefni af Degi leikskólans teiknuðu börnin í Móum myndir, settu í umslög og svo báru þau bréfin út í hús hér í nágrenninu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá því þegar við vorum að setja bréfin í póstkassana 🙂

Móar – Þorrablót :)

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur í Móum í dag. Við byrjuðum morguninn á því að bjóða í Bóndadags morgunmat og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂   Að því loknu var vinastund á Völlum þar sem við fengum að sjá myndir frá því í gamla daga og sungum við einnig nokkur þorralög. Rúsínan á pylsuendanum var svo frábær hádegisverður en þá fengum við að borða þorramat 🙂 Hér eru myndir 🙂
Í gær fengum við súkkulaðiköku í nónhressingunni. Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Gullkistan

Á mánudaginn kom Ragna frá Minjasafninu með nokkra muni úr safninu í Gullkistu. Við fengum að sjá sauðskinnsskó, ask og gömul leikföng.  Hér eru nokkrar myndir 🙂

Vasaljósadagur í Móum

Í síðustu viku var vasaljósadagur í leikskólanum og fannst börnunum mjög spennandi að leika sér með vasaljósin 🙂 Hér eru nokkrar myndir sem við tókum. Þarna eru börnin að hlusta á Fiskabúrið sem er lag úr Karnival dýrnanna. Ljósin þeirra eru fiskarnir sem eru að synda í fiskabúrinu 🙂

Börnin í Móum búa til hús handa Lubba :)

Í lok október bjuggum við í Móum til hús handa Lubba og hjálpuðust allir að við að mála húsið 🙂 Þetta eru svo hjálpsöm börn 🙂 Í síðustu viku var húsið loksins klárað en þá límdum við nafnið hans Lubba á húsið. Lubbi er alveg í skýjunum með nýja húsið sitt og börnin eru ekkert síður ánægð með að hafa búið til svona flott hús handa vini sínum 🙂

Hér eru myndir af börnunum mála Lubbahúsið og hér eru myndir af samverustundinni þar sem húsið var endanlega klárað 🙂

Móabörn í jóga :)

Í dag fóru börnin í Móum í jóga. Það er svo frábært hvað þau eru dugleg að taka þátt og reyna að gera langflestar æfingarnar með okkur jafnvel þótt þær séu stundum svolítið erfiðar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í jógastund sem var í gær. Eins og sjá má á myndunum eru börnin mjög dugleg að taka þátt 🙂

Hjóladagur í Móum

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Móum. Það var mjög spennandi að koma með hjól og sparkbíla með sér í leikskólann og ekki síðra að fá lögregluna í heimsókn 🙂 Lögreglan lagaði hjálma hjá nokkrum og setti límmiða á hjólin/sparkbílana 🙂
Hér eru nokkrar myndir 🙂