Börnin í Móum búa til hús handa Lubba :)

Í lok október bjuggum við í Móum til hús handa Lubba og hjálpuðust allir að við að mála húsið 🙂 Þetta eru svo hjálpsöm börn 🙂 Í síðustu viku var húsið loksins klárað en þá límdum við nafnið hans Lubba á húsið. Lubbi er alveg í skýjunum með nýja húsið sitt og börnin eru ekkert síður ánægð með að hafa búið til svona flott hús handa vini sínum 🙂

Hér eru myndir af börnunum mála Lubbahúsið og hér eru myndir af samverustundinni þar sem húsið var endanlega klárað 🙂

Móabörn í jóga :)

Í dag fóru börnin í Móum í jóga. Það er svo frábært hvað þau eru dugleg að taka þátt og reyna að gera langflestar æfingarnar með okkur jafnvel þótt þær séu stundum svolítið erfiðar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í jógastund sem var í gær. Eins og sjá má á myndunum eru börnin mjög dugleg að taka þátt 🙂

Hjóladagur í Móum

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Móum. Það var mjög spennandi að koma með hjól og sparkbíla með sér í leikskólann og ekki síðra að fá lögregluna í heimsókn 🙂 Lögreglan lagaði hjálma hjá nokkrum og setti límmiða á hjólin/sparkbílana 🙂
Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar 16. júní :)

Hér eru nokkrar myndir sem við tókum í útiveru í dag og einnig af öllum börnunum með Þjóðhátíðar kórónuna sína 🙂 Hæ, hó jibbí jei.. gleðilegan þjóðhátíðardag á morgun 🙂

Móar :)

Í gær fengu börnin súkkulaðiköku í nónhressingunni og vakti það mjög mikla lukku 🙂 Eins og gengur þá voru þau mis snyrtileg á meðan þau borðuðu kökuna 🙂 Hér eru myndir 🙂

Hér eru nokkrar myndir af börnunum frá því í gærmorgun 🙂

Aðlögun í Móum

Í gær byrjuðu Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató og Óliver Máni hjá okkur í Móum. Við bjóðum þeim og fjölskyldum þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

 

Aðlögun í Móum :)

Í gær byrjuðu Bjartmar Kristján, Emma Júlía, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn hjá okkur í Móum 🙂 Við bjóðum þeim og fjölskyldum þeirra velkomin til okkar 🙂  Hér eru nokkrar myndir frá því í gær og í dag 🙂

 

Jökull, Igor og Viktor kveðja Móa

Síðastliðinn föstudag hættu þeir Jökull Freyr, Igor Dominik og Viktor Örn hjá okkur í Móum. Þeir fluttu sig upp á Læk 🙂 Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir gott samstarf á meðan þeir voru hjá okkur 🙂  Hér eru myndir frá kveðjustundinni 🙂

Fiðrildahópur í hópastarfi

Í vikunni gerðu börnin í Fiðrildahóp búðingsmyndir. Við byrjuðum á því að búa saman til súkkulaðibúðing og svo var búið til listaverk úr búðingnum 🙂 Þau voru til að byrja með mjög hissa á því að fá leyfi til þess að bragða á “málningunni” en mjög glöð þegar þau áttuðu sig á því hvað hún bragðaðist vel 🙂 Hér eru myndir 🙂