Útskriftarferð Tröllhóps 2017

Þann 13. júní var lagt af stað í óvissuferð með Tröllahóp í tilefni útskriftar og var mikil spenna í barnahópnum. Farið var með rútu á Árskógsand og svo haldið til Hríseyjar með ferju. Í Hrísey var byrjað á því að fara í vagnferð og svo Hákarlasafnið skoðað. Að því loknu fórum við og hoppuðum á loftdýnu og svo var farið að borða á veitingastað. Við sungum fyrir kokkinn og hann fyrir okkur og þótti börnunum það mjög svo skemmtilegt. Að hádegisverði loknum heimsóttum við Hríseyjarskóla sem er bæði leik- og grunnskóli. Þar lékum við okkur í góða stund, spiluðum á píanó og fleira. Að lokum var farið aftur á loftdýnuna, svo í ferjuna og svo aftur í rútuna heim í Tröllaborgir.

13. júní var jafnframt síðasti dagurinn hennar Hugrúnar Mjallar og bauð hún uppá sleikjó í eftirrétt auk þess sem við kvöddum hana við heimkomuna í Tröllaborgir og afhentum henni Gullmolann sinn. Þær Katrín Dögg og Brynja Dís buðu uppá popp í ferðinni í tilefni þess að Brynja hættir í næstu viku og Katrín Dögg við sumarleyfi.

Hér má sjá myndir frá óvissuferðinni. Athugið að myndirnar voru teknar á fleiri en eitt tæki og því ekki tímaröð.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi