Kristín María 5 ára

Þann 13. ágúst síðastliðinn varð Kristín María 5 ára gömul. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut.  Eftir að við sungum afmælissönginn valdi Kristín María að syngja Gulur, rauður, grænn og blár og spilaði Óli undir á gítarinn 🙂 Sjá myndir hér

Laut – stærðfræði og Lubbi

Nú ætlum við að hafa stærðfræði tíma einu sinni í viku þar sem við ætlum að leggja inn ákveðin verkefni með áherslu á vinnu með tölustafi frá 1-20. Við ætlum að telja og skrifa tölustafi, læra að þekkja tölustafina í sjón, prófa að leggja saman, vinna með form, teninga og fleira. Fyrsti tíminn gekk mjög vel og hér má sjá nokkrar myndir frá þessari vinnu og einnig nokkrar myndir frá vinnu með bókstafi

 

Lydia Björk 6 ára

Í gær 5. mars varð Lydia Björk 6 ára gömul. Við óskum Lydiu Björk og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með afmælið 🙂 bestu kveðjur frá öllum vinum hennar í Laut 🙂

Hér eru nokkrar myndir!

 

Laut – Laufblaðaverkefni

Komið sæl

Börnin í Laut voru að vinna skemmtilegt haustverkefni. Þau byrjuðu á að fara í gönguferð í Kvenfélagslund og söfnuðu laufblöðum sem fallið höfðu af trjánum. Þegar heim var komið var laufblöðunum raðað í dagblöð og þau látin þorna í nokkra daga. Soffía tók svo myndir af öllum börnunum blása hraustlega upp í loftið. Þar næst prentuðum við myndirnar út og í dag límdu svo börnin myndina af sér á blað og nokkur laufblöð hér og þar. Útkoman var skemmtileg eins og sjá má. Hér eru myndir frá verkefnavinnunni.

 

Leikskólalóðin við Lautina tekin í notkun

Í dag 27. september fengum við loksins leyfi til að nota leikskólalóðina okkar við Lautina í Glerárskóla eftir að eftirlitsmaður leikvalla tók hana út. Það var mikil spenna þegar við tilkynntum börnunum gleðitíðindin og má segja að leiktækin hafi slegið í gegn. Girðingin er ekki komin en við vonum að hún komi sem allra fyrst. Til hamingju með nýju lóðina okkar.

Í Tröllahóp gerðum við haustmynd og hvetjum við foreldra til að kíkja á verk barnanna þegar þau koma í leikskólann eða eru sótt.

Hér eru myndir af fyrstu ferðina á lóðina

.  

Helena Lóa 5 ára

Helena Lóa varð 5 ára þann 22. september og héldum við uppá daginn hennar hér í Laut. Við sungum afmælissönginn og Helena Lóa blés á afmæliskertið. Við óskum Helenu Lóu og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

        

Aþena Elínrós 5 ára

Þann 15. september héldum við uppá afmælið hennar Aþenu Elínrósar en hún varð 5 ára þann 17. september. Aþena Elínrós fékk kórónu, við sungum afmælissönginn og hún blés á kertið. Við óskum Aþenu Elínrós og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

 

Kveðja frá öllum í Laut

Aron Eyberg og Berglind María 5 ára

Þann 14. september héldum við uppá 5 ára afmæli þeirra Arons Eybergs og Berglindar Maríu. Við sungum afmælissönginn fyrir þau og flögguðum íslenska fánanum, Aron Eyberg og Berglind María blésu á kertið og fengu þau bæði afmæliskórónu í tilefni dagsins.

     

  

Við óskum Aroni Eyberg, Berglindi Maríu og  fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Laut- Lubbi og börnin læra stafinn B

Komið sæl

Við höldum áfram að vinna með Lubba og í síðustu viku lærðum við um bókstafinn B. Við lituðum B, klipptum B út úr dagblöðum og svo gerðum við eitt sporunarverkefni. Börnin voru áhugasöm og hvetjum við ykkur til að kíkja á korktöflurnar og skoða verkefni barnanna.

Hér eru myndir frá Tröllahópstímanum

Kveðja frá öllum í Lafut

Laut – Lubbi og börnin læra stafinn M

Vikuna 4-8 september vorum við að læra um stafinn M. Við leiruðum stafinn, lituðum og klipptum út auk þess að vinna með stafasúpu á blaði og leita að A og M og lita þá. Við veltum fyrir okkur hljóðinu sem bókstafurinin gefur frá sér og fundum orð sem eiga M fyrir upphafsstaf.

Todda las svo söguna um Greppikló og Greppibarnið og ekki skemmdi fyrir að Todda var með allar persónur sögunnar í pokanum sínum sem gerði söguna lifandi og eftirminnilega.

Hér eru myndir frá vinnunni í Tröllahóp.

Bestu kveðjur úr Lautinni

Laut – Lubbi og börnin læra stafinn A

Í ágúst byrjuðum við í Tröllahóp (hópavinnu). Við byrjuðum að vinna með hundinn Lubba sem mun kenna okkur stafi og hljóð í vetur. Við byrjuðum á Stafnum A. Við lásum úr Lubba bókinni og knúsuðum Lubba og að því loknu fórum við í verkefnavinnu. Við lituðum stafinn A klipptum hann út og límdum á blað, teiknuðum stafinn A með garni og límdum á blað auk þess að leira stafinn A auk fleiri bókstafa sem börnin þekktu. Börnin stóðu sig frábærlega vel og hér má sjá myndir frá hópavinnunni.

Íþróttir í Laut

Nú erum við búin að fara í tvo íþróttatíma og finnst börnunum þetta frábært. Við byrjuðum að fara í Stórfiskaleik og svo fórum við í kaðlana, gerðum trambólín æfingar, lékum með bolta og húllahringi.

Hér erum myndir frá íþróttatímanum

Kveðja frá öllum í laut

Leikur í Laut

Komið sæl

Hér má sjá myndir frá leik og starfi í Laut. Við nýtum tímann til að leika okkur saman og kynnast þessa fyrstu daga, kynnast þeim efnivið sem er í boði og dagleri rútínu.

Bestu kveðjur frá öllum í Laut

Útivera og kanínur

Við í Lautinni höfum verið að nýta okkur leikskólalóðina við Lönguhlíð á morgnana í útiverunni. Þar er afskaplega huggulegur leikvöllur með rólum, kofa, rennibraut, körfuboltaspjaldi og fleira. Hann Gunnar Berg bauð okkur að kíkja við um daginn og hitta kanínurnar hans. Við þáðum auðvitað boðið.

Hér má sjá myndir frá útiveru og kanínuhitting

Kveðja frá öllum í Laut

Árný Helga 5 ára

Þann 13 ágúst síðastliðinn varð hún Árný Helga 5 ára. Við héldum uppá afmælisdaginn hennar þann 14 ágúst. Árný Helga fékk kórónu í tilefni dagsins og við sungum afmælissönginn fyrir hana. Við óskum Árnýju Helgu og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn.

Hér má sjá myndir af Árný Helgu á afmælisdaginn

Myndir frá Hvammi Júní 2017

Komið sæl

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga í Hvammi. Börnin sem eru að fara í skóla hafa haldið kveðjuveislur fyrir börn og kennara og átt góðar stundir saman. Hér má sjá myndir sem teknar voru i júní mánuði. Vð þökkum kærlega fyrir allt og óskum við ykkur gleðilegs sumars.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi

Markús Bessi 5 ára

Í dag héldum við uppá fimm ára afmælið hans Markúsar Bessa. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Baltasar Patrik 6 ára

Í dag héldum við uppá afmælið hans Baltasar Patriks en hann verður 6 ára á morgun 24 júní. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Hér má sjá myndir frá afmælisdeginum.

Kveðja frá öllum í Hvammi

17 júní 2017

Þann 16 júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur og hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Róbert Ingi 6 ára

Þann 14 júní síðastliðinn héldum við uppá 6 ára afmælið hans Róberts Inga. Við óskum Róbert Inga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.

Hér má sjá myndir frá afmælisdeginum.

Kveðja frá öllum í Hvammi