Ferð á bókasafnið :)

Mánudaginn 16. október fórum við í strætóferð niður í bæ og löbbuðum þaðan upp á bókasafn þar sem við hittum Bókasafnsbangsann 🙂 Öll ferðin gekk mjög vel og skemmtum við okkur frábærlega 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-haustmynd

Þessa vikuna er aðeins búið að vanta í hópinn okkar en við byrjuðum þrátt fyrir það að vinna að haustmyndinni okkar. Síðustu daga erum við búin að spjalla mikið saman um haustið og þær breytingar sem verða meðal annars á trjánum okkar. Í þessari viku gerðum við svo haustmynd sem við hengdum upp á deild hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Náttfatadagur :)

Í dag var náttfatadagur í Tröllaborgum og mættu bæði börn og starfsfólk í náttfötum. ‘Aður en við fórum út skelltum við okkur á náttfataball með Móum og skemmtum okkur vel 🙂

sjá myndir hér

samverustund :)

Hérna koma nokkrar myndir frá samverustund yngri barnanna hjá okkur. Við fórum í leikinn hver er undir teppinu og lásum skemmtilega bók 🙂

Sjá myndir hér

 

Krókódílahópur í gönguferð :)

Krókódílahópur fór í smá gönguferð á róló í Giljahverfi. Áður en við lögðum af stað reyndi svolítið á sjálfshjálpina 🙂 allir voru duglegir að klæða sig sjálfir eða þau fengu aðstoð frá hvort öðru. ‘Í gönguferðinni fórum við yfir ýmsar umferðarreglur, eins og að stoppa við gangbraut og líta til beggja hliða og svo fengum við okkur smávegis ávexti áður en við lögðum af stað heim aftur.

Sjá myndir hér

Hópastarf hjá Krókódílahópi :) – Lækur

Hæhæ, Jæja þá koma myndir frá okkur í Krókódílahópi. Við erum búin að gera margt skemmtilegt saman þessa vikuna eins og að æfa okkur í að koma fram fyrir hópinn, teiknuðum sjálfsmyndir, byrjuðum aðeins á haustkransinum okkar, gerðum klippiverkefni og spiluðum 🙂

Sjá myndir hér

 

Vinastund á Völlum

Föstudaginn 8. september hittumst Móar og Lækur á Völlum í Vinastund. Þar sem dagur Læsis var byrjuðum við á því að lesa bók um Depil og síðan sungum við nokkur lög saman.

Sjá myndir hér

samverustundir í Læk

Í samverustundunum gerum við ýmislegt skemmtilegt. Við segjum sögur, lesum bækur, syngjum saman og förum í ýmsa leiki svo eitthvað sé nefnt.

Hérna koma nokkrar myndir frá samverstund eldri barnanna.

sjá myndir hér

Bókadagur í Læk :)

Í dag er dagur Læsis að því tilefni var Bókadagur í Tröllaborgum. Börnin í Læk mættu að sjálfsögðu með bækur í dag og við vorum að dugleg að skoða þær saman.

Sjá myndir hér 🙂

Aðlögun í Læk :)

Þriðjudaginn 8. ágúst byrjuðu hjá okkur 6 börn. Þau heita Jökull Freyr, Björk Sigríður, Kevin, Unnur Alma, Hilmar Darri og Frosti Snær. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Sjá myndir hér

EMBLA ÞÓRHILDUR MEÐ JARÐARBER

Í morgun kom Embla Þórhildur með jarðarber úr garðinum sínum til að gefa okkur í Læk að smakka. Eins og sjá má er uppskeran góð og öllum þótti jarðarberin voðalega góð 🙂

Takk fyrir okkur Embla Þórhildur og fjölskylda.

Myndir má sjá hér

Móastelpur yfir í Læk :)

Í dag byrjuðu hjá okkur þrjár stelpur sem koma frá Móum, þær heita Ronja Jenný, Freyja Ísold og Embla Þórhildur. Við bjóðum þær og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Nokkrar myndir af þeim í leik má sjá hér

ERNA TOM 3 ÁRA

Í gær héldum við upp á 3 ára afmælið hennar Ernu Tom, en hún átti afmæli 26 júlí síðastliðinn. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir af afmælisdeginum má sjá hér