Jökull Freyr hættir :)

Fimmtudagurinn 31. maí var síðasti dagurinn hans Jökuls Freys í Tröllaborgum. Við þökkum honum og fjölskyldu hans innilega fyrir samveruna og óskum þeim góðs gengið á nýjum stað 🙂

Sjá myndir hér

Strætóferð :)

Þriðjudaginn 22. maí fóru Ljónahópur og Krókódílahópur saman í strætóferð. Við fórum niður í bæ þar sem við skoðuðum okkur um, lékum okkur aðeins og fengum okkur ávexti. Á leiðinni heim komum við, við á róló og lékum okkur aðeins áður en við löbbuðum aftur í leikskólann 🙂

Sjá myndir hér

Hjóladagur í Læk :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Læk. Börnin komu með hjólin sín, hlaupahjól eða sparkbíla og auðvitað hjálma í leikskólann og skemmtu sér vel hjólandi um garðinn okkar 🙂

Sjá myndir hér

Heimsókn á Kiðagil :)

Í hópastarfstímanum okkur í síðustu viku fórum við í Krókódílahópi í heimsókn í leikskólann Kiðagil. Þar fengum við að leika okkur á lóðinni þeirra í sól og sumari 🙂

Sjá myndir hér

Tónlist í hópastarfi-krókódílahópur :)

Hæhæ í dag 3. maí fórum við í Krókódílahópi í tónlist í hópastarfinu. Við byrjuðum tímann á smá hugrekkisæfingu. Börnin komu fyrir framan hópinn, kynntu sig og sögðu hvar þau ættu heima og hvað þau væru gömul. Síðan skoðuðum við hljóðfærðin og tónlistarmyndir sem við spiluðum eftir. Í lokin héldum við smá tónleika þar sem við sungum og spiluðum Gulur, rauður…..

Sjá myndir hér    og myndband hér   🙂

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar á Völlum. Við byrjðum á því að æfa okkur að kasta og grípa bolta. Síðan fórum við í stöðvaþjálfum þar sem við gengum eftir línu, hoppuðum á trampolíni og klifruðum í rimlunum, svo eitthvað sé nefnt. Í lok tímanst fórum við svo í smá slökun 🙂

 

Sjá myndir hér

krókódílahópur í gönguferð :)

Í dag miðvikudag fórum við í Krókódílahópi í gönguferð í góða veðrinu. Við ákváðum að fara á leikvöllinn í Giljahverfi en til þess að komast þangað þurftum við að labba í snjó, hálku, pollum og drullu 🙂

SJá myndir hér

Dýraspítali í Speglahelli :)

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastrarfi hjá Krókódílahópi. Eftir útiveru fórum við í Speglahelli þar sem börnin settu upp dýraspítala enda nokkur dýr með flensuna 🙂 Í lokin fórum við svo í smá lyftuferð 🙂

 

SJá myndir hér

Ljónahópur í hópastarfi

Í vikunni voru krakkarnir í Ljónahóp að æfa sig að klippa, þau eru að æfa sig að halda á skærunum, allir mjög áhugasamir. Síðustu daga höfum við verið að vera spila, perla og púsla, allir tóku fullan þátt og höfðu gaman af.

 

Sjá myndir hér

Krókódílahópur í hópastarfi

Þessa dagana erum við í Krókódílahóp að gera ýmiss verkefni tengdum fjölskyldunni þar sem börnin meðal annars segja hópnum frá sinni fjölskyldu, hverjir eru í henni og hvað þeir heita. Við bjuggum til fjölskyldutré og gerðum eitt fjölskyldulistaverk fyrir sýninguna okkar í vor.

 

Sjá myndir hér