Öskudagur í Læk :)

Það var nú heldur betur mikið fjör hjá okkur á Öskudaginn þar sem bæði börn og starfsfólk komu klædd í hinum ýmsu búningum. Eftir morgunmat hittum við börnin á Móum á Völlum þar sem við slógum “köttinn” úr tunnunni, fengum okkur popp og dönsuðum saman. Í hádeginu var svo að sjálfsögðu pylsupartý 🙂

Sjá myndir hér

Bolludagur-Lækur :)

Bolla, bolla, bolla 🙂 Við héldum heldur betur uppá Bolludaginn. Byrjuðum á því í sameiginlegri samverustund að fræðast aðeins um þennan dag og skoðuðum Bolluvönd. Í hópastarfinu lituðu börnin bolluvönd og skreyttu deildina okkar með litríkum vöndum. Og svo fengum við að sjálfsögðu að gæða okkur að fiskibollum í hádeginu og dýrindis rjómabollum í kaffinu 🙂

Sjá myndir hér

Þorrablót í Tröllaborgum :)

Í dag héldum við Þorrablót í Tröllaborgum. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat í tilefni af Bóndadeginum. Síðan hittust allar deildar á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat. Skemmtilegur dagur hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Bóndadags morgunmatur og þorrablót í hádeginu :)

Í dag föstudag héldum við Þorrablót. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum eða öfum í morgunmat í tilefni af bóndadeginum. Að því loknu hittumst við öll á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat 🙂

Sjá myndir hér

Gullkistan í Læk

15. janúar kom hún Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar með Gullkistuna sína. Í Gullkistunni var að finna ýmsa fróðlega hluti frá því í gamla daga eins og sauðskinnskó, ask og leggi og skeljar. Börnin fengu að skoða þessa hluti og prófa þá 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-gamli tíminn

Þessa vikuna erum við búin að fræðast örlítið um gamla tímann. Við skoðuðum myndir af torfbæjum, víkingum og alls konar dóti sem börnin léku sér að í gamla daga. Skemmtileg vika hjá okkur sem lauk með bóndadagsmorgunmat og þorrablóti í dag 🙂

SJá myndir hér

Ljónahópur :)

Vikuna 8 -12 vorum við í LJónahópi að koma okkur aftur af stað eftir gott jólafrí. Við ræddum um það sem við gerðum í jólafríinu, pússluðum, perluðum og gripum í spil 🙂

Sjá myndir hér

 

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum að komast af stað aftur eftir gott jólafrí. Þessa vikuna spiluðum við stafa-minnisspil og tengdum stafinu við Lubbahljóðin. Auk þess erum við þessa dagana að ræða um mismunandi svipbrigði og hvað svipurinn getur sagt okkur um það hvernig okkur líður o.s.frv. 🙂

 

Sjá myndir hér

Ronja Jenný 3 ára

24. desember á hún Ronja Jenný 3 ára afmæli og héldum við uppá það í leikskólanum í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn 🙂

Sjá myndir hér

Kakóstund á Völlum-Lækur

Þriðjudaginn 5. desember var okkur í Læk boðið í kakóstund á Völlum. Þar hittum við Hrefnu jólastelpu og fengum hjá henni kakó, kleinur og jólakökur. Við áttum þarna notalega stund við kertaljós 🙂

sjá myndir hér

Krókódílar í hópastarfi

Í vikunni 24-25. okt skoðuðum við stafina okkar í hópastarfinu og tengdum þá við táknin hans Lubba. Börnin fundu myndir sem höfðu sama upphafsstaf og nafnið þeirra og límdu á blaðið og enduðu svo á því að skrifa stafinn sinn 🙂

Sjá myndir hér

Bangsadagur :)

Fimmtudaginn 26. október héldum við uppá Alþjóðlega bangsadaginn. Börnin fengu að bjóða bangsanum sínum með í leikskólann þar sem þeir tóku þátt í deginum með okkur 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum þessa dagana að ræða um fjölskyldur, hverjir eru í fjölskyldunni okkar og hvað við gerum saman. Við teiknuðum fjölskylduna, klipptum hana út og gerðum þetta fína fjölskyldulistaverk 🙂

Sjá myndir hér

Ferð á bókasafnið :)

Mánudaginn 16. október fórum við í strætóferð niður í bæ og löbbuðum þaðan upp á bókasafn þar sem við hittum Bókasafnsbangsann 🙂 Öll ferðin gekk mjög vel og skemmtum við okkur frábærlega 🙂

Sjá myndir hér