6. febrúar – Dagur leikskólans

Í tilefni að degi leikskólans sem var í gær þann 6. febrúar þá fórum við í Laut á stjá um bæinn okkar til þess að gleðja aðra. Við sömdum ljóð á dögunum um bæinn okkar Akureyri og færðum Skóladeild Akureyrarbæjar, Sjónvarpsstöðinni N4, leikskólastjóranum okkar henni Jakobínu og einnig gengum við í hús hér um nágrennið og færðum nágrönnum okkar ljóðið 🙂