Tröllahópur heimsækir bókasafn Giljaskóla, Berg

Í gær heimsótti Tröllahópur bókasafn Giljaskóla en þar tók hún Ingunn, skólasafnskennari, á móti okkur. Hún sagði okkur frá bókasafninu, las fyrir okkur skemmtilega bók um ref, sýndi okkur uppstoppuð dýr (þar á meðal ref) og í lokin fengum við að skoða alls konar skemmtilegar bækur. Á leiðinni heim var farið að snjóa og skemmtu börnin sér við að skrifa stafi með fótunum í fölina, sjá myndir hér !

Alþjóðlegi bangsadagurinn – Laut

Í dag höldum við í Laut uppá alþjóðlega bangsadaginn, börnin mættu með bangsann sinn og læra og leika með hann í dag. En á meðan útiveru barnanna stendur þá hvíla bangsarnir sig í sætum þeirra í krók 🙂 Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna 🙂

 

Byggingarlist Bergi

Börnin hafa einstaklega gaman af því að byggja úr seglaplötum sem við eigum og er gaman að fylgjast með allri stærðfræðinni sem á sér stað í byggingarferlinu. Börnin keppast við að byggja sínar eigin byggingar og eins hafa þau byggt hinar og þessar eftirmyndir af kirkjum landsins s.s. Akureyrarkirkju. Hver veit nema hér séu upprennandi byggingafræðingar og arkitektúrar á ferð ? 🙂

Bangsasögustund – Hvammur

Á mánudaginn tókum við í Hvammi strætó niður í bær og fórum í í heimsókn á Amtbókasafnið. Þar sem Fríða tók á móti okkur í bangsabúning og las fyrir okkur skemmtilega sögu um bangsa. Eftir sögustundina fengum við að skoða bækur, leika okkur og lita bangsamyndir. Á leiðinni heim fórum við svo í nokkra leiki á torginu áður en tími var kominn til að taka strætó aftur upp í leikskóla.

  

Samstarf, Laut

Samstarf 1. bekkjar Glerárskóla, Hulduheima/Kot og Tröllaborgir Laut. Við hittumst í fyrsta sinn í gær þann 15. okt og lékum okkur saman á skólalóðinni. Við ætlum að hittast einu sinni í mánuði og gera ýmislegt skemmtilegt saman.

Heimsókn á Amtbókasafnið, Berg

Í gær fórum við með strætó í heimsókn á Amtbókasafnið. Þar tók hún Fríða á móti okkur í bangsabúningi og las fyrir okkur skemmtilega sögu um hjálpsaman bangsa. Að sögustund lokinni máttum við lesa bækur, lita bangsamyndir og leika okkur. Við tókum svo strætó aftur í leikskólann og komum beint í skemmtilegt söngvaflóð. 🙂

Heimsókn slökkviliðsins, Berg

Í gær heimsóttu þeir Alli og Maron slökkviliðsmenn Tröllahóp í Bergi. Þeir fræddu okkur um eldvarnir og sýndu okkur búningana sína. Við fórum svo á Velli þar sem þeir sýndu okkur fræðslumynd  um búálfa systkinin Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðarmenn slökkviliðisins.
Í vetur munum við í Tröllahóp nefnilega aðstoða slökkviðið og sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar. Börnin fara tvö saman í einu, ásamt kennara, hring um skólann og skoða hvar slökkvitækin eru geymd, brunaslöngur, athuga með reykskynjara, eldvarnakerfið, ruslasöfnun og fleira. 🙂 Í lokin fengum við svo að skoða slökkvibílinn að utan sem innan, sjá myndir hér !

Laut – Slökkvilið í heimsókn

Í gær fengum við í Laut aldeilis skemmtilega heimsókn. Þeir Alli og Maron frá slökkviliðinu komu til okkar og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna. Þeir sýndu okkur stutta kvikmynd um þau Loga og Glóð sem eru aðstoðarmenn slökkviliðisins. Við í Laut ætlum að aðstoða slökkviðið í vetur líkt og Logi og Glóð gera þ.e. sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar.
Við munum fara tvö og tvö saman hring um skólann skoða hvar slökkvitækin eru geymd, brunaslöngur, ath með reykskynjara, eldvarnakerfið, ruslasöfnun og fleira. Mjög spennandi verkefni 🙂
En þeir sýndu okkur líka slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að skoða og fara inní slökkiviðsbílinn þeirra.