Hvolpahópur Lækur, litirnir.

 

Í hópastarfi höfum við verið að æfa okkur í litunum. Við höfum til dæmis notað kubba til að flokka litina og farið í ipadinn og skoðað hvernig allskonar hlutir eru á litin  🙂

Nokkrar myndir úr hópastarfinu má sjá hér

Gönguferð

Í gær, mánudag, fórum við í Bergi í gönguferð í góða veðrinu. Við löbbuðum í Giljaskóla og skoðuðum nýja leikkastalann sem verið var að setja þar upp og skemmtum okkur vel. Myndir hér

Bangsadagur :)

Á fimmtudaginn var bangsadagur í leikskólanum, í tilefni þess fengu börnin að koma með bangsa með sér í leikskólann 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Laut – Logi og Glóð – aðstoðarmenn

Fyrstu aðstoðarmenn slökkviliðsins þennan veturinn fóru yfir eldvarnir hér í Glerárskóla og gekk það alveg glimrandi vel 🙂 Strákarnir tóku sig vel út í vestunum og fóru yfir þau mál sem slökkvilið hefur beðið okkur um 🙂 Sjá myndir hér !

Móabörn í jóga :)

Í dag fóru börnin í Móum í jóga. Það er svo frábært hvað þau eru dugleg að taka þátt og reyna að gera langflestar æfingarnar með okkur jafnvel þótt þær séu stundum svolítið erfiðar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Óliver Máni 2 ára

Á morgun 21.Október verður Óliver Máni 2 ára. Við á móum héldum uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn. Sjá myndir hér

 

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum þessa dagana að ræða um fjölskyldur, hverjir eru í fjölskyldunni okkar og hvað við gerum saman. Við teiknuðum fjölskylduna, klipptum hana út og gerðum þetta fína fjölskyldulistaverk 🙂

Sjá myndir hér

Ferð á Amtbókasafnið

í morgun fórum við á Amtbókasafnið í Bangsasögustund. Við tókum strætó niður eftir, Bangsinn las fyrir okkur eina sögu og voru krakkarnir mjög dugleg að sitja og hlusta síðan fengum allir sem vildu að gefa bangsanum knús. Í lokin fengum við að fara og skoða bækurnar og dótið í barnadeildinni. Síðan tókum við strætó aftur heim.
Sjá fleiri myndir hér.

Kisuhópur að fingramála

Það var nú aldeils gaman þegar börnin fengu að fingramála hjá henni Karen.  Þeim leist nú misjafnlega á þetta, voru ekki öll að þora að snerta málninguna fyrst en svo kom kjarkurinn og þá var þetta mjög gaman:-)

myndir hér

Laut-Hrekkjavaka-Glerárskóli

Við hér í Laut vorum boðin í hrekkajavökugleði sem 9. bekkur hér í Glérárskóla hélt. Við fengum að skoða skólastofuna þeirra sem var búið að skreyta mjög vel og í leiðinni örlítið ógurlega eða rétt eins og hrekkjavöku sæmir. Við fórum einnig á bókasafnið sem var líka búið að setja í hrekkjavöku”búning”. Þar var lesin fyrir okkur saga um grísina þrjá og úlfinn ægilega. Virikilega skemmtilegt allt saman 🙂 Sjá myndir hér

Ferð á bókasafnið :)

Mánudaginn 16. október fórum við í strætóferð niður í bæ og löbbuðum þaðan upp á bókasafn þar sem við hittum Bókasafnsbangsann 🙂 Öll ferðin gekk mjög vel og skemmtum við okkur frábærlega 🙂

Sjá myndir hér