Kisuhópur að gera haustmyndir

Í morgun var grenjandi rigning og fannst okkur í Kisuhóp upplagt að gera haustmyndir í tilefni þess. Börnunum fannst mjög gaman að brjóta laufblöðin og raða þeim hér og þar á bókaplast. Sjá myndir hér 🙂

Laut – Laufblaðaverkefni

Komið sæl

Börnin í Laut voru að vinna skemmtilegt haustverkefni. Þau byrjuðu á að fara í gönguferð í Kvenfélagslund og söfnuðu laufblöðum sem fallið höfðu af trjánum. Þegar heim var komið var laufblöðunum raðað í dagblöð og þau látin þorna í nokkra daga. Soffía tók svo myndir af öllum börnunum blása hraustlega upp í loftið. Þar næst prentuðum við myndirnar út og í dag límdu svo börnin myndina af sér á blað og nokkur laufblöð hér og þar. Útkoman var skemmtileg eins og sjá má. Hér eru myndir frá verkefnavinnunni.

 

Leikskólalóðin við Lautina tekin í notkun

Í dag 27. september fengum við loksins leyfi til að nota leikskólalóðina okkar við Lautina í Glerárskóla eftir að eftirlitsmaður leikvalla tók hana út. Það var mikil spenna þegar við tilkynntum börnunum gleðitíðindin og má segja að leiktækin hafi slegið í gegn. Girðingin er ekki komin en við vonum að hún komi sem allra fyrst. Til hamingju með nýju lóðina okkar.

Í Tröllahóp gerðum við haustmynd og hvetjum við foreldra til að kíkja á verk barnanna þegar þau koma í leikskólann eða eru sótt.

Hér eru myndir af fyrstu ferðina á lóðina

.  

Helena Lóa 5 ára

Helena Lóa varð 5 ára þann 22. september og héldum við uppá daginn hennar hér í Laut. Við sungum afmælissönginn og Helena Lóa blés á afmæliskertið. Við óskum Helenu Lóu og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

        

Náttfatadagur :)

Í dag var náttfatadagur í Tröllaborgum og mættu bæði börn og starfsfólk í náttfötum. ‘Aður en við fórum út skelltum við okkur á náttfataball með Móum og skemmtum okkur vel 🙂

sjá myndir hér

samverustund :)

Hérna koma nokkrar myndir frá samverustund yngri barnanna hjá okkur. Við fórum í leikinn hver er undir teppinu og lásum skemmtilega bók 🙂

Sjá myndir hér

 

Krókódílahópur í gönguferð :)

Krókódílahópur fór í smá gönguferð á róló í Giljahverfi. Áður en við lögðum af stað reyndi svolítið á sjálfshjálpina 🙂 allir voru duglegir að klæða sig sjálfir eða þau fengu aðstoð frá hvort öðru. ‘Í gönguferðinni fórum við yfir ýmsar umferðarreglur, eins og að stoppa við gangbraut og líta til beggja hliða og svo fengum við okkur smávegis ávexti áður en við lögðum af stað heim aftur.

Sjá myndir hér

Andapollur og fl. – Laut

Á mánudaginn síðasta fórum við í Laut í strætóferð, leiðin lá á andapollinn og gefa öndunum brauð. Síðan röltum við um bæinn í blíðskaparveðri, hittum fullt af erlendum ferðamönnum sem voru að skoða bæinn okkar, þau voru alveg voðalega hrifin af okkur og báðu okkur um að syngja fyrir sig sem við að sjálfsögðu gerðum 🙂 Virkilega skemmtileg ferð 🙂 Sjá myndir hér !