Síðustu vikur í Bergi

Aðlögun í Bergi hefur gengið mjög vel! Við höfum meðal annars farið í gönguferðir í Giljaskóla og Glerárskóla en við komum til með að fara reglulega í Glerárskóla í íþróttahús í vetur. Við höfum leikið okkur inni og úti og kynnst hvort öðru. Hér má sjá nokkrar myndir frá síðustu dögum.

Íþróttir í Laut

Nú erum við búin að fara í tvo íþróttatíma og finnst börnunum þetta frábært. Við byrjuðum að fara í Stórfiskaleik og svo fórum við í kaðlana, gerðum trambólín æfingar, lékum með bolta og húllahringi.

Hér erum myndir frá íþróttatímanum

Kveðja frá öllum í laut

Aðlögun í Læk

Í síðustu viku byrjuðu 4 ný börn á Læk sem heita Amelía Erla, Jökull Ómar, Katrín Sara og Margrét Erla.  Aðlögun hefur gengið vel, öll börnin komnin á Læk sem verða hjá okkur.

Við erum öll svo ánægð með hvort annað og hlökkum til vetrarins:-)

Nokkrar myndir hér 

Leikur í Laut

Komið sæl

Hér má sjá myndir frá leik og starfi í Laut. Við nýtum tímann til að leika okkur saman og kynnast þessa fyrstu daga, kynnast þeim efnivið sem er í boði og dagleri rútínu.

Bestu kveðjur frá öllum í Laut

Útivera og kanínur

Við í Lautinni höfum verið að nýta okkur leikskólalóðina við Lönguhlíð á morgnana í útiverunni. Þar er afskaplega huggulegur leikvöllur með rólum, kofa, rennibraut, körfuboltaspjaldi og fleira. Hann Gunnar Berg bauð okkur að kíkja við um daginn og hitta kanínurnar hans. Við þáðum auðvitað boðið.

Hér má sjá myndir frá útiveru og kanínuhitting

Kveðja frá öllum í Laut

Árný Helga 5 ára

Þann 13 ágúst síðastliðinn varð hún Árný Helga 5 ára. Við héldum uppá afmælisdaginn hennar þann 14 ágúst. Árný Helga fékk kórónu í tilefni dagsins og við sungum afmælissönginn fyrir hana. Við óskum Árnýju Helgu og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn.

Hér má sjá myndir af Árný Helgu á afmælisdaginn

Aðlögun í Móum :)

Í gær byrjuðu Alexander Örn, Benóný Þór, Hilda Kristín og Óliver Emil hjá okkur í Móum. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin 🙂 Hér eru nokkrar myndir úr aðlöguninni 🙂

Nýtum góða veðrið

í gær ákváðum við að nota góða veðrið fyrir hádegi og skelltum okkur í smá gönguferð í gegnum skóginn og fórum að leika okkur á leikvellinum í Bakkahlíð. Sjá myndir hér.

Í morgun ákvaðum við svo að skella okkur í strætóferð og fórum niður í fjöru og á leikvöll. Í fjörunni var margt spennandi að finna, krakkarnir hentu steinum í sjóinn, við tíndum fallega steina og  undir stærri steinunum var áhugaverðar pöddur að finna. Sjá myndir hér.

Flutningur milli deilda

Í byrjun ágúst var flutningur milli deilda hjá okkur. Frá Bergi komu Aþena Ósk, Árný Helga, Grettir, Guðrún Ásta, Hanney Svana, Ingibjörg Elín, Margrét Fjóla, Natalía Nótt, og Sara Rós. Svo komu Amelía Rós, Daníel Snær, Elísabet Freyja, Elvar Bragi, Elvar Trausti, Heiðar Kató, Hjörtur Logi og Sebastian Óliver. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra öll velkomin til okkar í Hvamm. Myndir frá flutningi mili deilda eru hér.

Við erum búin að vera að njóta þess að leika okkur og læra inni á dagskipulag deildarinnar sem hópur. Myndir úr vali hér.

Aðlögun í Læk :)

Þriðjudaginn 8. ágúst byrjuðu hjá okkur 6 börn. Þau heita Jökull Freyr, Björk Sigríður, Kevin, Unnur Alma, Hilmar Darri og Frosti Snær. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Sjá myndir hér

Aðlögun í Bergi

Aðlögun í Bergi stendur yfir en hún hófst þriðjudaginn 1. ágúst með því að börn úr Læk og Móum komu til okkar. Úr Læk komu Baltasar Kasper, Birta Kristín, Bjartmar Darri, Björn Tómas, Ragna Kristín og Vidosav Grétar en þau eru öll fædd árið 2013. Úr Móum komu Atlas Ágúst, Bríet Sara, Emilía Ósk, María Elísabet, Már Breki og Nikulás Ingi en þau eru öll fædd árið 2014. Í þessari viku byrja svo hjá okkur Eldjár Alvar og Hörður Freyr en þeir eru báðir fæddir 2013.

Við bjóðum þau og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Berg og hlökkum til að vinna með þeim vetur.

Myndir hér:

Árgangur 2012 kvaddur og Jasmina kvödd

Í síðustu viku kvöddum við í Bergi árgang 2012 en þau fóru ýmist í Hvamm eða í Laut.  Þau sem fóru í Hvamm voru Aþena Ósk, Árný Helga, Grettir, Guðrún Ásta, Hanney Svana, Ingibjörg Elín, Margrét Fjóla, Natalía Nótt og Sara Rós. Þau sem fóru í Laut voru Aþena Elínrós, Sigurgeir Breki og Stefán Berg. Jasmina Matilde kvaddi okkur líka en hún ætlar að vera í leikskólanum Krummakoti í vetur. Við þökkum þeim og foreldrum þeirra fyrir ánægjulegt samstarf og óskum þeim góðra stunda á nýjum stað!

Myndir hér: 

EMBLA ÞÓRHILDUR MEÐ JARÐARBER

Í morgun kom Embla Þórhildur með jarðarber úr garðinum sínum til að gefa okkur í Læk að smakka. Eins og sjá má er uppskeran góð og öllum þótti jarðarberin voðalega góð 🙂

Takk fyrir okkur Embla Þórhildur og fjölskylda.

Myndir má sjá hér

Móastelpur yfir í Læk :)

Í dag byrjuðu hjá okkur þrjár stelpur sem koma frá Móum, þær heita Ronja Jenný, Freyja Ísold og Embla Þórhildur. Við bjóðum þær og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Nokkrar myndir af þeim í leik má sjá hér

ERNA TOM 3 ÁRA

Í gær héldum við upp á 3 ára afmælið hennar Ernu Tom, en hún átti afmæli 26 júlí síðastliðinn. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir af afmælisdeginum má sjá hér