Myndir frá Hvammi Júní 2017

Komið sæl

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga í Hvammi. Börnin sem eru að fara í skóla hafa haldið kveðjuveislur fyrir börn og kennara og átt góðar stundir saman. Hér má sjá myndir sem teknar voru i júní mánuði. Vð þökkum kærlega fyrir allt og óskum við ykkur gleðilegs sumars.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi

Umferðarvika Rauði hópur

 

Í síðustu viku var umferðarvika. Rauði hópur á Læk fór í göngutúr og skoðaði umferðarskilti og þá sérstaklega gangbrautarmerkið og æfði sig að fara yfir götu. Einnig hlustuðu þau á loðtöflusögu um mikilvægi endurskinsmerkjanna. Svo kom lögreglan í heimsókn og skoðaði hjólin og gaf límmiða 🙂

Nokkrar myndir má sjá hér

Markús Bessi 5 ára

Í dag héldum við uppá fimm ára afmælið hans Markúsar Bessa. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Baltasar Patrik 6 ára

Í dag héldum við uppá afmælið hans Baltasar Patriks en hann verður 6 ára á morgun 24 júní. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Hér má sjá myndir frá afmælisdeginum.

Kveðja frá öllum í Hvammi

Hjóladagur í Hvammi & Bergi.

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Mikið hefur verið rætt um umferðarreglurnar, ýmis verkefni gerð og lesnar sögur sem tengjast umferðinni. Lögreglan kom og var með umferðarfræðslu fyrir Tröllahóp. Að lokum var sameiginlegur hjóladagur í Hvammi og Bergi og þar skoðaði lögreglan hjólin og hjálmana og gaf börnunum límmiða. Endilega skoðið myndir hér!

  

 

17 júní 2017

Þann 16 júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur og hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Umferðarvika :)

Í umferðarvikunni erum við í Grænahópi búin að fræðast mikið um umferðina og þær reglum sem við þurfum að muna eftir þar. Við fórum í gönguferð um hverfið og skoðuðum umferðarmerki sem við sáum á leiðinni. Löggan í heimsókn til okkar til að yfirfara hjólahjálmana og hjólin og gefa börnunum skoðunarlímmiða 🙂 Auk þess gerðum við nokkur umferðarverkefni. Í lok síðasta tímans fórum við svo í smá búningaleik 🙂

Sjá myndir hér

Róbert Ingi 6 ára

Þann 14 júní síðastliðinn héldum við uppá 6 ára afmælið hans Róberts Inga. Við óskum Róbert Inga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.

Hér má sjá myndir frá afmælisdeginum.

Kveðja frá öllum í Hvammi

Hjóladagur í Læk

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Í tilefni af henni fengu börnin í Læk að koma með hjólin sín og hjálmana í leikskólann. Lögreglan kom svo í heimsókn til okkar, skoðaði hjólin og hjálmana og gaf börnunum límmiða 🙂

Sjá myndir hér

Hjóladagur í Móum

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Móum. Það var mjög spennandi að koma með hjól og sparkbíla með sér í leikskólann og ekki síðra að fá lögregluna í heimsókn 🙂 Lögreglan lagaði hjálma hjá nokkrum og setti límmiða á hjólin/sparkbílana 🙂
Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar 16. júní :)

Hér eru nokkrar myndir sem við tókum í útiveru í dag og einnig af öllum börnunum með Þjóðhátíðar kórónuna sína 🙂 Hæ, hó jibbí jei.. gleðilegan þjóðhátíðardag á morgun 🙂

Móar :)

Í gær fengu börnin súkkulaðiköku í nónhressingunni og vakti það mjög mikla lukku 🙂 Eins og gengur þá voru þau mis snyrtileg á meðan þau borðuðu kökuna 🙂 Hér eru myndir 🙂

Hér eru nokkrar myndir af börnunum frá því í gærmorgun 🙂

Útskriftarferð Tröllhóps 2017

Þann 13. júní var lagt af stað í óvissuferð með Tröllahóp í tilefni útskriftar og var mikil spenna í barnahópnum. Farið var með rútu á Árskógsand og svo haldið til Hríseyjar með ferju. Í Hrísey var byrjað á því að fara í vagnferð og svo Hákarlasafnið skoðað. Að því loknu fórum við og hoppuðum á loftdýnu og svo var farið að borða á veitingastað. Við sungum fyrir kokkinn og hann fyrir okkur og þótti börnunum það mjög svo skemmtilegt. Að hádegisverði loknum heimsóttum við Hríseyjarskóla sem er bæði leik- og grunnskóli. Þar lékum við okkur í góða stund, spiluðum á píanó og fleira. Að lokum var farið aftur á loftdýnuna, svo í ferjuna og svo aftur í rútuna heim í Tröllaborgir.

13. júní var jafnframt síðasti dagurinn hennar Hugrúnar Mjallar og bauð hún uppá sleikjó í eftirrétt auk þess sem við kvöddum hana við heimkomuna í Tröllaborgir og afhentum henni Gullmolann sinn. Þær Katrín Dögg og Brynja Dís buðu uppá popp í ferðinni í tilefni þess að Brynja hættir í næstu viku og Katrín Dögg við sumarleyfi.

Hér má sjá myndir frá óvissuferðinni. Athugið að myndirnar voru teknar á fleiri en eitt tæki og því ekki tímaröð.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi