Græni- og bleikihópur á Völlum :)

Tveir hópar Græni og Bleiki fóru saman á Velli í hópastarfinu á fimmtudaginn síðasta. Þar fórum við í alls kyns leiki eins og stólaleikinn og fiskaleikinn. Við æfðum okkur að kasta og grípa bolta og í lokin fórum við aðeins í fallhlífina 🙂

 

Sjá myndir hér

Aðlögun í Móum

Í gær byrjuðu Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató og Óliver Máni hjá okkur í Móum. Við bjóðum þeim og fjölskyldum þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

 

Grænihópur í hópastarfi :)

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastafinu hjá okkur í Grænahópi frá því í síðustu viku. Við æfðum okkur aðeins að klippa og skoðuðum upphafsstafi allra barnanna í hópnum. Okkur fannst svo tilvalið að prufa að búa til stafina okkar með aðstoð hvors annars 🙂

Sjá myndir hér

og hér

Heimsókn til mömmu Hlyns Orra

Um daginn fór Tröllahópur í heimsókn í Háskólann eða nánar tiltekið á Náttúrufræðistofnun þar sem mamma hans Hlyns Orra vinnur. Hún sýndi okkur allskonar uppstoppuð dýr. Svo fengum við líka að kíkja á ýmislegt í smásjánni hjá henni. Við fundum til dæmis ánamaðka á leiðinni þangað og kiktum á einn þeirra í smásjánni. Ormurinn kúkaði meðan við vorum að skoða hann og það var nú aldeilis fyndið 🙂 Sjá myndir hér !

Sköpun bernskunnar.

Á fimmtudaginn fórum við í Ketilhúsið í Listagili og sáum listasýningunna „Sköpun bernskunnar“ Tröllaborgir er einn af tveimur leikskólum bæjarinns sem tókur þátt og er listaverk okkar Fjaran þar til sýnis. myndir

Vettvangsferð í Lundaskóla

Í morgun fórum við með strætó í Lundarskóla og lékum okkur á skólalóðinni. Lovísa sagði okkur sögu um apa sem faldi sig í skógi sem er rétt hjá Lundarskóla, allir fóru að leita og fundu apan upp í tré. Á leiðinni heim fórum við skemmtilega leið sem við fundum um flottan skógarstíð fyrir neðan Hlíðarbraut. Myndir

Móastrákar í aðlögun :)

Mánudaginn 15. maí byrjuðu 3 strákar hjá okkur. Þeir komu frá Móum og heita Igor Domink, Jökull Freyr og Viktor Örn. Við bjóðum þá og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Sjá myndir hér

Aðlögun í Móum :)

Í gær byrjuðu Bjartmar Kristján, Emma Júlía, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn hjá okkur í Móum 🙂 Við bjóðum þeim og fjölskyldum þeirra velkomin til okkar 🙂  Hér eru nokkrar myndir frá því í gær og í dag 🙂

 

Jökull, Igor og Viktor kveðja Móa

Síðastliðinn föstudag hættu þeir Jökull Freyr, Igor Dominik og Viktor Örn hjá okkur í Móum. Þeir fluttu sig upp á Læk 🙂 Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir gott samstarf á meðan þeir voru hjá okkur 🙂  Hér eru myndir frá kveðjustundinni 🙂

Strætóferð í Ketilhúsið :)

Jæja  þá koma myndirnar frá skemmtilegri strætóferð sem við fórum í á þriðjudaginn í síðustu viku. Þar heimsóttum við Ketilhúsið og skoðuðum flotta listaverkið sem öll börnin í Tröllaborgum gerðu í sameiningu 🙂

Sjá myndir hér

Vikan í Bergi

Þessa viku hefur veðrið aðeins verið að stríða okkur eftir frábæra viku í síðustu viku 🙂 ! En við höfum ekki látið það trufla okkur við að hafa gaman. Í vikunni höfum við meðal annars farið í íþróttahús og dans, farið í vettvangsferð í leit að trölli/tröllum, þrifið leikföng, farið í hópastarf, unnið að vorverkefninu okkar, fengið nemendur Giljaskóla í heimsókn og margt fleira. Hér koma nokkrar myndir frá vikunni.

Vettvangsferð í leit að Trölli.

Í morgun fórum við í gönguferð í leit að „Nátttröllinu„ úr Skilaboðaskjóðu. Við fundum hellir og fórum með orðalykillinn „Harka parka inn skal Harka„ Margir sýndu hugrekki og fóru í hellirinn til að athuguðu hvort þau sæju eitthvað . Við fórum í útijóga og sungum um fuglana og vorið. myndir

Breki Ingimar 4 ára (6.maí)

Breki Ingimar okkar verður fjögurra ára á morgun, 6. maí. Í tilefni af því bjó hann sér til kórónu og skemmti sér konunglega með vinum sínum á Bergi. Til hamingju með daginn Breki Ingimar og fjölskylda! Myndir hér.

Berg í dansi

Í dag fórum við í þriðja danstímann okkar. Það var mjög skemmtilegt og börnin dugleg að taka þátt og fylgja eftir fyrirmælum danskennara. Sjá myndir hér og myndband hér