Hópastarf-Græni hópur

Þessa vikuna vorum við að spjalla saman um fjölskyldur okkar. Börnin teiknuðu myndir af þeim sem tilheyra sinni fjölskyldu og í lokin kynnti hvert barn sína fjölskyldu fyrir hópinn.

Sjá myndir hér

Fiðrildahópur í hópastarfi

Í vikunni gerðu börnin í Fiðrildahóp búðingsmyndir. Við byrjuðum á því að búa saman til súkkulaðibúðing og svo var búið til listaverk úr búðingnum 🙂 Þau voru til að byrja með mjög hissa á því að fá leyfi til þess að bragða á “málningunni” en mjög glöð þegar þau áttuðu sig á því hvað hún bragðaðist vel 🙂 Hér eru myndir 🙂

Hópastarf græni hópur

Eftir gott páskafrí fórum við í Græna hópi í hópastarf. Við byrjuðum á því að spjalla örlítið saman um páskana og hvað við gerðum og nýttum svo afganginn af tímanum til þess að spila Sniglaspilið og hljóðaspilið 🙂

Sjá myndir hér

 

Elvar Bragi 4 ára

11. apríl verður Elvar Bragi 4 ára. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn. Við héldum upp á daginn hans í dag vegna lokunar hjá okkur á sjálfan afmælisdaginn.

Sjá myndir hér

Páskaföndur

Þessa vikuna erum við búin að dunda okkur við pásaföndur. Við bjuggum til saltkeramik, skárum út páskaegg og skreyttum það svo með fallegum litum 🙂

Sjá myndir hér

Samverustund í Læk :)

Hérna koma nokkrar myndir frá samverustund í Litla Læk þar sem við erum búin að gera ýmislegt skemmtilegt. Við æfðum okkur aðeins í framkomu þar sem börnin komu fram fyrir hópinn og kynntu sig og sögðu aðeins frá sér. Fórum aðeins í málörvun þar sem við drógum myndir af ýmiss konar hlutum og sögðu frá því hvað þetta væri og til hvers það væri notað, æfðum okkur eins í tölustöfunum og skelltum okkur svo í gott jóga á fimmtudeginum 🙂

Sjá myndir hér 🙂  

og hér 🙂

Fiðrildahópur – Móar

Það er alltaf jafn gaman að fara á Velli og leika sér. Síðast þegar við fórum þangað þá vorum við líka að æfa okkur að labba á jafnvægisstöng og hoppa yfir og skríða undir stöng 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂
Vinsemd er dygð vetrarins og erum við búin að vera dugleg að tileinka okkur hana. Við lesum bækur um vinsemdina, syngjum lög og að sjálfsögðu æfum við okkur að vera góð hvort við annað. Á þessum myndum má sjá þegar við vorum að sýna hvort öðru vinsemd 🙂