Krummar hreyfing á Völlum

Í gær var Krummahópur að leika sér á Völlum. Við settum upp þrautabrau, strákanir voru að æfa sig að fara kollhnýs, hoppa yfir stöng. Einnig eru þeir allir farnir að sýna mikið hugrekki og klifra upp í rimlana og hoppa niður. Sjá myndir

Ég á lítinn skrítinn skugga :)

Þessa dagana erum við að læra lagið “ég á lítinn skrítinn skugga” og við í Græna hópi ákváðum að skoða aðeins betur hvað þessi skuggi er sem sungið er um í laginu. Við sóttum okkur því myndvarpa og skoðuðum þetta aðeins nánar og komumst að því að skuggi getur komið frá okkur sjálfum og líka ýmsum hlutum í umhverfinu. Frábær hópastarfstími enda mikið hlegið 🙂

Sjá myndir hér 🙂

Krummar klæða sig og leika

Það sem af er mars höfum við í Krummahóp verið að æfa okkur að leika saman, klæða okkur og skoða hendurnar okkar, hvað við erum með þeim og hvað fingurnir heita.

Hægt er að sjá myndir frá leik í Lyngi hér.

Myndir frá því þegar strákarnir í Krummahóp voru að æfa sig að  klæða sig í útifötin hér. Þeir eru að verða rosalega duglegir að klæða sig og gengur sífellt betur.

 

Myndataka á vegum foreldrafélagsins:

 

Í fyrramálið verður hér í Tröllaborgum ljósmyndari á vegum foreldrafélagsins. Hann tekur bæði hópmyndir og einstaklingsmyndir. Upplýsingar eru á facebook síðu foreldra 🙂

Hópmynd 18×24 cm á prenti + ein 10×15 einstaklingsmynd á prenti að eigin vali.
Verð: 2.800 kr m.vsk. (Aðeins hægt að fá hópmynd á prenti.)

Hægt er að kaupa einstaklingsmyndir
rafrænt í stærðinni 10×15 cm og verðin eru eftirfarandi:

1 mynd = 1.200 kr/stk m.vsk
2 myndir = 2.100 kr/stk m.vsk
3 myndir = 3.000 kr/stk m.vsk
Eftir það er stk á 800 kr/stk m.vsk

Strætóferð :)

Vei vei við fórum í strætóferð í dag 🙂 Tókum hana Glettu með okkur til að kenna henni aðeins um vinsemd og þær reglur sem gilda í strætóferð. Við komum við á Andapollinum og á leiðinni niður í bæ heyrðum við kirkjuklukkurnar í Akureyrarkirkju hringja 🙂 Á heimleiðinni fórum við svo langan rúnt með strætó. Mjög gaman hjá okkur og allt gekk ljómandi vel 🙂

Sjá myndir hér

Bleiki hópur -hópastarf

Börnin í bleikahóp skelltu sér í gönguferð úti í góða veðrinu og tókum smá æfingar í leiðinni:)  Þau eru einnig að æfa sig í vináttu sem er dygðin okkar núna, það gengur ljómandi vel hjá þeim enda eru þau algjörir snillingar:)

 

sjá myndir hér