Krummar mála

Í þessari viku höfum við náð að brasa ýmislegt. Í gær í hópastarfi vorum við í Móum að vatnslita og leika okkur með dótið og lásum söguna um Svarta kisa. Sjá myndir hér.

Heimsókn í Hof

Tónlistarskólinn bauð okkur í Hof, þar hlustuðum við á börnin í skólanum spila á hljóðfæri sín, síðan sungum við með og nemendur í tónlistaskólanum spiluðu undir. Börnin voru frábær tóku fullan þátt og skemmtu sér mjög vel. myndir

Móabörn mála sjóinn :)

Í gær fengu öll börnin í Móum að mála og það var sko ekki leiðinlegt 🙂 Við erum að búa til sameiginlegt verkefni með öllum börnunum í leikskólanum fyrir sýninguna Sköpun bernskunnar sem verður í Ketilhúsinu í vor. Að þessu sinni er þemað fjaran og er okkar hlutverk að mála sjóinn 🙂 Hér eru myndir af börnunum að mála 🙂

Móar – Fiðrildahópur

Það er búið að vera nóg að gera í hópastarfi hjá okkur í Fiðrildahóp. Hér eru myndir sem teknar voru í Þúfu fyrir tveimur vikum, þá vorum við að prófa að spila á gítar og svo fengu börnin að leika sér frjálst með nokkur hljóðfæri. Þarna er líka eitt myndband og þá er hægt að sjá hvað börnin skemmtu sér vel 🙂 Þetta myndband er frá því í dag, en hér eru börnin að syngja og spila Afi minn og amma mín 🙂
Þessar myndir eru frá því í síðustu viku þegar við vorum á Völlum. Þarna erum við að æfa okkur í að hoppa og labba á jafnvægisstöng 🙂

Græni hópur í Speglahelli

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkur í Speglahelli. Börnin gerðu kubbaturn jafnháan þeim og svo í lokin töldum við kubbana og bárum saman og sáum að við erum mismunandi stór. Að lokum bjuggum við okkur til skip úr pússlkubbunum 🙂

Sjá myndir hér

Græni hópur í hópastarfi

í Hópastarfinu á fimmtudaginn fórum við í Þúfu/tónlist. Þar skoðuðum við nokkrar tónlistarmyndir og spiluðum við takt við þær. Við notuðum hljóðfærin til þess að spila taktinn í nafninu okkar, sungum Gamli nói og spiluðum undir og enduðum svo tímann á því að dansa 🙂 Mjög gaman hjá okkur í dag 🙂

Sjá myndir hér

Krummahópur í leik og starfi

Þessa viku erum við í Krummahóp búin að vera að æfa okkur í að spila, púsla, leika saman með dót og klæða okkur í útifötin. Þeir eru svo duglegir strákarnir og verða fliknari í þessu með hverju skiptinu. Einnig erum við dugleg að setja orð á það sem við erum að gera eða sjá.

Hér eru myndir frá því að við vorum að púsla og spila í morgun.

Tröllahópur

Alltaf nóg að gera hjá okkur í Tröllahópi. Tókum síðast fyrir bókstafina N og R. Fórum í jóga sem og leikinn flöskustút. Virkilega gaman og börnin svo áhugasöm og dugleg 🙂 Sjá myndir hér !