Tröllahópur í Giljaskóla með nesti

Í dag fór Tröllahópur í heimsókn í Giljaskóla og borðaði nesti með 1. bekk. Einnig fórum við í stofuna þeirra og gerðum verkefni eða fórum í leik. Mikil spenna var búin að vera í Tröllahóp fyrir þessari ferð og aðallega fyrir því að koma með nesti. Enda heyrðist í einu barni á leiðinni, þar sem þau löbbuðu með töskur eða pokana á bakinu, “Þetta er bara alveg eins og við séum að byrja í skóla” 🙂 Endilega skoðið myndir hér!

                 

Bóndadagskaffi og þorrablót – Hvammur

Þann 20. janúar buðu börnin pöbbum, öfum eða frændum í morgunmat þar sem boðið var upp á hafragraut og slátur í tilefni bóndadagsins. Í hádeginu var svo þorrablót hjá okkur þar sem margir sýndu mikið hugrekki og smökkuðu alls konar mat s.s. súran hval, sviðasultu, hrútspunga og hákarl. Endilega skoðið myndir hér!

Skilaboð frá Heimili og Skóla

Lesum saman til sigurs í ALLIR LESA!

  1. janúar – 19. febrúar. Skráning er hafin!

    Komið þið sæl.

Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum.

Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur.

Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar. 

Skráning er hafin á allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn.

Þorrablót í Móum :)

Á föstudaginn héldum við upp á Þorrann. Börnin byrjuðu daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat þar sem við fengum hafragraut og slátur. Hér má sjá myndir 🙂 Eftir það hittust allar deildir í Vinastund á Völlum þar sem rætt var um gamla tímann og sýndir hlutir sem fólk notaði hér áður. Í hádeginu var svo þorraveisla með öllu tilheyrandi, hér eru myndir frá veislunni okkar 🙂

Gamli tíminn-græni hópur

Vikuna 16.-20. jan. lögðum við áherslu á gamla tímann. Við skoðuðum myndir af torfbæjum, dóti sem börnin léku sér að og mat sem fólkið borðaði svo eitthvað sé nefnt. Síðan prufuðum við að notast við lítið sem ekkert ljós þegar við teiknuðum, sem börnunum fannst mjög skrítið og frekar erfitt. Skemmtileg vika hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Þorrablót í Læk

Föstudaginn 20. jan. héldum við uppá Þorrann. Börnin buðu pöbbum, öfum eða frændum í morgunmat til okkar þar sem boðið var uppá hafragraut og slátur. Eftir það hittust allar deildar í Vinasund á Völlum þar sem við ræddum um gamla tímann. Í hádeginu fengum við svo þorraveislu með öllu tilheyrandi 🙂

Sjá myndir hér og hér

Þorrablót í Bergi

Í dag var haldið upp á þorrann í Bergi. Við byrjuðum á að bjóða upp á hafragraut og slátur í morgunverð og svo var slegið upp þorraveislu í hádeginu með öllu tilheyrandi 🙂 Sumir voru hugrakkari en aðrir en allir voru duglegir að smakka það sem var á boðstólnum. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Sjá hér

Hópastarf hjá Grænahópi

Nokkrar myndir úr hópastarfi hjá okkur í Grænahópi. Festum augu, munn, nef og eyru á andlitsmyndina okkar og ræddum aðeins um það að við sjáum með augunum, finnum lykt með nefinu o.s.frv. Síðan fengum þeir sem vildu að smakka smá sítrónusafa 🙂 Mjög gaman hjá okkur og mikið hlegið af skrítnum svipum sem komu þegar við smökkuðum sítrónuna.

Sjá myndir hér

Jólin kvödd :)

Jæja seint koma myndirnar en koma þó 🙂 Þann 6. janúar hittust Móar og Lækur á Völlum þar sem við kvöddum jólin. Við byrjðum á því að setjast saman í hring og hlustuðum á Petreu segja okkur aðeins frá jólsveinunum og kvöddum þá einn og einn. Síðan dönsuðum við saman í kringum jólatréið okkar áður en við slökktum ljósin á þeim 🙂

Sjá myndir hér