Málörvun :)

Í samverustund drógu börnin spjöld með myndum á. Þau sýndu hvort öðru myndirnar og sögðu frá þeim eins og td hvað til hvers viðkomandi hlutur er notaður 🙂 Mjög gaman hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Jól í Hvammi

Á föstudaginn síðasta var hátíðardagur hér í Tröllaborgum. Við dönsuðum í kringum jólatréð, fengum jólasveina í heimsókn sem komu færandi hendi með pakka handa börnunum,  síðan borðuðum við ljúffengan jólamat og fengum ís í eftirmat. Sjá myndir hér !

Lubbi í samveru

Lubbi kom í heimsókn til okkar í samveru. Við skoðuðum málhljóðin B og D með honum og hjálpuðum Lubba að flokka dótið sitt á réttan stað 🙂

Sjá myndir hér

Móar – jólagleði :)

Í dag mættu allir mjög fínir í leikskólann í tilefni dagsins. Jólasveinarnir Stekkjastaur og Giljagaur mættu og dönsuðu með okkur í kringum jólatréð. Eftir jólaballið kíktu þeir til okkar inn í Móa og gáfu börnunum pakka 🙂 Sumir voru pínu smeykir við þá en öll sýndu þau mikið hugrekki og var mjög lítið um grát. Í jólamatinn fengum við hangikjöt og ís í eftirrétt 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá deginum 🙂

Jólagleði í Bergi

Í dag var hátíðardagur hjá öllum í Trölllaborgum, allir voru svo fínir og glaðir, dansað var á Völlum og jólasveinar komu og gáfu börnunum pakka. Hátíðarmatur var á Bergi með hangikjöti, laufabrauði og síða í ís eftrirétt. Allir áttu góðan dag . myndir

Jólagleði :)

Í dag föstudag var heldur betur jólagleði hjá okkur í Tröllaborgum. Við byrjuðum á því að hittast niðri á Völlum þar sem við dönsuðum í kringum jólatréið. Að sjálfsögðu komu jólasveinarnir í heimsókn og kíktu upp á deild til okkar þar sem þeir færðu börnunum glaðning. Að því loknu hlustuðum við á elstu börnin syngja fyrir okkur nokkur jólalög. Í hádeginum fengum við svo hangikjöt, uppstúf og laufabrauð 🙂

Sjá myndir hér

Bleiki hópur í gönguferð

Bleikihópur fór í gönguferð í hópatíma í morgun. Við löbbuðum góðan hring um hverfið og skoðuðum jólaljósin. Sáum tvær flugvélar, sjúkrabíl og lögðumst svo í grasið og horfðum upp í himinn og ræddum um hann.

Því miður tókst mér ekki að taka nógu góðar myndir af börnunum vegna birtuskilyrða og vegna þess að þau voru í vestum en gönguferðin var dásamleg:-) Læt nú samt eina mynd fylgja með

Strætóferð í bæinn :)

Á mánudaginn skelltum við okkur í strætóferð í bæinn að skoða jólasveinana, jólaljósin og jólaköttinn. Þrátt fyrir mikla rigningu skemmtum við okkur vel enda alltaf gaman að fara í strætó 🙂

Sjá myndir hér

“Gefum gjöf sem gleður”

Börn og kennarar í Bergi komu með pening í leikskólann, við ákváðum að taka þátt í átakinu
“Gefum gjöf sem gleður” Pakkinn er settur undir jólatré á Glerártorgi og verður þeim svo dreift af Mæðrastyrksnefnd til fjölskyldna sem til nefndarinnar leita fyrir jólin.   myndir  img_6794