Grænihópur í Speglahelli

Hluti af Græna hópi var í Speglahelli í dag. Þar lékum við okkur með alls konar kubba og byggðum okkur meðal annars  hús og turn. Eftir leikinn þurftum við að sjálfsögðu að hjálpast að við að ganga frá öllum kubbunum eftir okkur áður en við fengum okkur banana og skelltum okkur út að leika 🙂

img_6469

Sjá myndir hér

Móar – Tumi heimsækir börnin :)

Nú er Tumi búinn að heimsækja öll börnin í Móum þetta haustið 🙂 Þau voru öll mjög glöð að fá hann Tuma vin sinn í heimsókn með sér heim og spennt að fá að sitja með hann á meðan kennararnir lásu það sem þau gerðu saman 🙂 Hér eru myndir af börnunum með Tuma 🙂

img_8699

Úlfur Már byrjar á Móum

img_8664 Þann 14. Nóvember byrjaði nýr strákur hjá okkur á Móum.  Hann heitir Úlfur Már og býr í Danmörku, hann ætlar að vera hjá okkur í óákveðinn tíma 🙂 Hann verður í Ugluhópi 🙂 Bjóðum hann og fjölskyldu hans velkomin til okkar 🙂  Hér eru nokkrar myndir frá aðlögun 🙂 sjá hér.

Rauði hópur í Læk

Af okkur í rauða hóp er allt gott að frétta þessa stundina erum við mikið að vinna smá leyndó sem verður ekki uppljóstrað hér. Við erum einnig í rólegheitunum byrjuð að föndra fyrir jólin.  Við í rauða hóp ætlum að reyna að eiga rólegar og notalegar stundir í annríki desembermánaðar. Hér má sjá nokkrar myndir af okkur í listalaut og svo einnig myndir af okkur þar sem við erum svo dugleg að klæða okkur en eins og sést á þeim, æfingin skapar meistarann 🙂  Sjá hér

img_6443

Rauði hópur í Læk

Hér koma loksins myndir af rauða hóp en við vorum á dögunum í leikfimi á Völlum. Það var ofsalega gaman og við mjög dugleg og hugrökk að klifra í rimlunum og stökkva niður á bláu dýnuna. Svo vorum við að æfa okkur í að fara í æfingar, fórum á eina stöð og svo á næstu stöð og svo koll af kolli. Þetta gekk bara mjög vel þó það væri stundum freistandi að sleppa úr æfingu og æfingu 🙂 Þetta gerðum við í nokkra hringi og svo vorum við bara frjáls og gerðum það sem okkur þótti skemmtilegast   sjá myndir

img_6368

Tröllahópur á Minjasafninu.

Tröllahópur fór á jólasýningu á Minjasafninu. Þar fengum þau m.a. fræðslu um undirbúning jólanna fyrr á tímum, jólasveinanna, skoðuðu gamalt jólaskraut og kíktu með vasaljósum í jólasveinafjallið. Endilega skoðið myndir hér!

img_8787

Samvera í Læk :)

Í þessari samverustund skoðuðum við ýmiss konar myndir af alls konar hlutum. Við sögðum hvað þeir heita og hvað við gerðum með þá-málörvun.

img_6198

Sjá myndir hér

Samverustundir í Læk :)

Í þessari samverustund vorum við að ræða um samskipti, hvernig við komum fram við aðra og hvernig við viljum að aðrir komi fram við okkur. Ræddum einnig aðeins um dygðina sem við erum með þessa haustönn-kurteisi. Börnin drógu myndir og sögðu hópnum frá þeim, þetta fléttuðum við svo inn í umræðuna um samskipti. Hvernig við skiptumst á með dótið og biðjum aðra að lána okkur í stað þess að rífa af 🙂

img_6231

SJa myndir hér

 

Stuð í Hvammi

Hér koma nokkrar myndir frá okkur í Hvammi, við fengum köku í nónhressingu einn daginn sem rann mjög ljúflega niður. Svo mætti fyrsti snjór vetrarins á svæðið í vikunni eftir dásamlega tíð undanfarið. Endilega kíkið hér !

img_8589

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni degi íslenskrar tungu var hátíð á Völlum, allar deildir fluttu lög eða ljóð eftri íslensk skáld. Berg fluttir „ Kisa mín“ eftri Kristján frá Djúpalæk.
img_6583

Móar – Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og héldum við upp á daginn á Völlum. Allar deildir hittust og fluttu hver um sig þulu eða lag eftir íslenskan höfund. Móabörn fóru með þuluna Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson 🙂 Svo skruppum við út í snjóinn 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Veðurfræðingarnir okkar

Í samveru á morgnana skiptast börnin í Móum á að vera Veðurfræðingar. Veðurfræðingurinn athugar hvernig veðrið er úti og svo segir hann börnunum (með hjálp kennara) í hvaða föt þau eiga að klæða sig fyrir útiveruna. Börnunum finnst mjög merkilegt að fá að vera Veðurfræðingar og taka þau þessu hlutverki með mikilli alvöru, eins og sjá má á þessum myndum 🙂