Móar – Fiðrildahópur 31. okt.

Í dag fengu börnin í Fiðrildahóp að fingramála. Þau fóru nú frekar rólega í þetta til að byrja með, potuðu aðeins í málninguna og voru steinhissa á málningunni sem kom á hendurnar 🙂 Sumir voru nú ekkert voðalega hrifnir þegar hendurnar voru allar útataðar í málningu og voru fegnastir þegar þau fengu að þvo sér á meðan aðrir vöndust þessu og fannst bara gaman að maka þessu á blaðið 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir af hugrökku börnunum í Fiðrildahóp 🙂

dscn0061 dscn0072

Græni hópur í hópastarfi

Við erum þessa dagana að skoða hendurnar okkar, ræða um það hvað puttarnir okkar heita, hvaða hendi sé hægri og hvaða hendi sé vinstri. Í síðasta hópastarfstíma notuðum við stækkunargler til þess að skoða hendurnar okkar betur og lékum okkur aðeins með það. Í þessum tima var sko mikið hlegið 🙂

img_6024
Sjá myndir hér

Bangsadagur

Fimmtudaginn 27. október var alþjóðlegur bangsadagur. Að því tilefni fengum börnin að koma með bangsa með sér í leikskólann 🙂

img_6058

Sjá myndir hér

Grænihópur í Bergi í útijóga

Við í grænahópi fórum í gönguferð og ákváðum að skella okkur í jóga í leiðinni 🙂 Börnunum fannst það mjög skrítið að fara í jóga úti !! Þau langaði mjög mikið að taka tréin með sér heim sem þau fundu en við tókum bara mynd í staðinn, sjá hér !
img_6331

Samverustundir í Læk

Í Læk bröllum við ýmislegt í samverstundum. Við skoðum loðtöflusögður, lesum og skoðum bækur, förum í ýmsa leiki og fáum Lubba í heimsókn svo eitthvað sé nefnt.
Hérna koma nokkrar myndir úr samverustund hjá okkur 🙂

img_5911
Sjá myndir hér

Heimsókn til Bókasafnsbangsans :)

Við í Læk fórum í strætóferð í bæinn og kíktum í heimsókn til Bókasafnsbangsans. Þar fengum við að heyra sögu um bangsa í leikfangabúð og skoðuðum svo alla flottu bangsana sem eiga heima á bókasafninu 🙂

img_5999

Sjá myndir hér