Ninja Rós kveður Tröllaborgir, Hvammur

Í dag kveður Ninja Rós okkur en hún er að flytja í hverfisleikskólann sinn. Ninja Rós bauð börnunum í Hvammi upp á ís í hádeginu og við héldum kveðjustund henni til heiðurs. Um leið og við óskum Ninju Rós og fjölskyldu hennar alls hins besta á nýjum stað, þökkum við þeim fyrir frábæra samveru sl. ár. Ykkar verður sárt saknað. Endilega skoðið myndir hér !
img_7641

Móar, Fiðrildahópur í hópastarfi

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í Fiðrildahóp í hópastarfi í vikunni. Við teiknuðum myndir sem hanga á veggnum okkar inni í Móum, perluðum, lékum okkur í Völlum og fórum í Speglahelli 🙂 Hér má sjá myndir af því þegar við vorum í Speglahelli, það var nú ekki leiðinlegt að skoða okkur frá öllum hliðum í Speglahellinum 🙂 Hér eru svo myndir af því þegar við vorum að perla, eins og sjá má á myndunum var einbeitingin mjög mikil 🙂 Og hér eru myndir sem teknar voru í Völlum 🙂

img_8042 img_8044

 

Upp á koma

Börni í Berg hafa verið að æfa sig að koma fram fyrir hópinn og segja hvað kurteisi er kynna sig og  syngja. Í morgun sungu þau svo á Völlum fyrir börn á hinum deildunum og kennara í Tröllaborgum,  stóðu sig frábærlega. myndir

img_6047

 

 

Rauði hópur að tína lauf

Heil og sæl kæru foreldrar. Hér koma nokkrar myndir frá því fórum að sækja okkur laufblöð. Sjá myndir

Hér koma svo nokkrar myndir frá því við unnum með laufblöðin. Sjá hér

Við í rauða hóp fórum svo á mánudaginn í þúfu og spiluðum og sungum eins og herforingjar. Glæsileg hljómsveit hér á ferð. Síðan fórum við í Berg og lékum okkur í bílunum, fengum ávexti og drifum okkur svo út að leika sjá myndir

img_5539

Samverustund í Læk

Í smaverustund í Læk vorum við að ræða um mismunand svipbrigði og hvernig svipurinn á okkur breytist eftir því hvernig okkur líður. Við skoðuðum myndir og ræddum um þetta út frá þeim.

img_5463

Sjá myndir hér

Slökkviliðið heimsækir Tröllahóp

Það var aldeilis skemmtilegur tími hjá okkur í dag í Tröllahóp. Þeir Alli og Hólmgeir frá slökkviliðunu komu í heimsókn og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna, þeir sýndu okkur slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast í þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að sjá og skoða slökkviliðsbílinn þeirra 🙂 Virkilega skemmtilegt allt saman og börnin algjörlega til fyrirmyndar 🙂 Sjá myndir hér !

img_7481

Marglyttur – Hvammur

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar í gær. Við tókum smá Lubbastund, lásum um bókstafinn H og fundum nokkur orða sem byrja á H og  skrifuðum á blaðið okkar í Hvammi.
Sjá myndir hér !

img_7344

Alla fimmtudaga í samverustund fyrir hádegi förum við í jógastund.  Þar hlustum við á rólega tónlist og gerum ýmsar jógaæfingar 🙂

img_5375

sjá myndir hér

Rauði hópur í listalaut

Heil og sæl kæru foreldrar. Loksins heyri þið frá Hörpu hóp sem hefur fengið nafnið Rauði hópur. Dagarnir ganga vel hjá okkur og við erum ofsalega dugleg. Við erum á fullu að æfa reglurnar á Tröllaborgum og vera saman í hóp og svo auðvita margt margt fleira. Nú erum við búin að fara á öll svæði á Tröllaborgum og hefur gengið mjög vel. Listalaut er skemmtilegt svæði og hér eru myndir frá

því við vorum þar.  🙂 Myndir

rimg_5107

Marglyttur Listalaut

Marglytturnar mínar stóðu sig frábærlega með mér í listalaut í vikunni. Við bjuggum til leir í sameiningu. Þau skiptust á að setja hráefnin í pottinn og voru svo kurteis og sýndu hvoru öðru svo mikla þolinmæði á meðan á öllu þessu stóð. Virkilega skemmtilegur tími 🙂 Sjá myndir hér !

img_7183

Móar

Á föstudaginn var skyr í matinn, börnunum til mikillar ánægju 🙂 Þegar maður er nýbyrjaður að borða sjálfur þá getur verið frekar erfitt að borða skyr, hér eru nokkrar skemmtilegar myndir sem við tókum í matartímanum 🙂