Helga Maren kveður, Hvammur

Í dag var síðasti dagurinn hennar Helgu Marenar í Tröllaborgum en hún er að flytja til Spánar. Eftir hádegisverðinn héldum við kveðjustund þar sem Helga Maren færði börnunum frostpinna í eftirmat og fengu þau að horfa á leikrit í tölvunni á meðan. 🙂  Rut færði svo Helgu Maren kveðjumöppu fulla af alls konar minningum og síðan þökkuðu börnin henni fyrir samveruna. Um leið og við óskum Helgu Maren og fjölskyldu hennar alls hins besta á nýjum slóðum þökkum við þeim hjartanlega vel fyrir yndislegar samverustundir. 🙂 Ykkar verður sárt saknað, endilega skoðið myndir hér !
IMG_9208-001 IMG_9218

Jæja þá er þessi aðlögunarvika senn á enda og allt genur vel hjá okkur 🙂 Hérna koma nokkrar myndir frá leik barnanna þessa vikuna 😉

IMG_4902

Sjá myndir hér

Aðlögun í Hvammi

Þann 15. ágúst byrjuðu Elín Karlotta, Heiðrún Erna og Lydia Björk í aðlögun í Hvammi. Við bjóðum þær og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomnar í Tröllaborgir, sjá myndir frá aðlögun hér !
IMG_6417 IMG_6424

Ný börn byrjuð í Móum

IMG_7441
Á mánudeginum byrjuðu þau Ronja Jenný, Már Breki, Atlas Ágúst, Soffía Júnía, Nikulás Ingi, Freyja Ísold og Róman Daði hjá okkur í Móum 🙂 Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar 🙂  Sjá myndir hér.

Flutningur barna á milli deilda og aðlögun :)

Jæja mikið að gerast hjá okkur í Læk þessa dagana. Á föstudaginn síðasta fluttu yfir í Berg 13 börn frá okkur og við fengum 5 börn til okkar frá Móum. Mánudaginn 15. ágúst byrjuðu svo hjá okkur í aðlögun 4 ný börn. Við viljum þakka “gömlu” börnunum okkar og foreldrum þeirra kærlega fyrir veturinn og bjóðum ný börn og foreldra þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Sjá myndir hér  og hér

IMG_4857

Kveðjustund í Móum

Á föstudaginn vorum við með kveðjustund fyrir þau börn sem voru að flytja upp í Berg og Læk. Dagur Þór, Ingibjörg Ólína, Ásgeir Örn, Karen Sólveig og Breki Ingimar fóru á Berg og Birta Kristín, Ragna Kristín, Vydosav Grétar, Baltasar Kasper og Amelía Rós fóru upp í Læk. Við óskum þeim velfarnaðar í nýrri deild 🙂

Hér eru myndir 🙂

Katrín Dögg 5 ára, Hvammur

Katrín Dögg varð fimm ára 29. júlí sl. en þá var leikskólinn í sumarfríi. Við héldum að sjálfsögðu upp á afmælið hennar þegar við opnuðum aftur þann 9. ágúst. Við óskum Katrínu Dögg og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Endilega skoðið myndir hér !
IMG_6404

Aðlögun í Berg

IMG_5424Í dag var aðlögun í Bergi, börn frá Læk og Móun komu með bros á vör og mikla eftirvæntingu fyrir nýju deildinni sinni. Börnin komu með sitt dót frá „gömlu“ deildinni og allir kynntu sig og sungu saman.
Frábær dagur fyrir kennara og börn sem lofar góðu um framhaldið og ókominn tíma. myndir