Hvatning til „Strákanna okkar“, áfram Ísland !

Í dag skiptu deildirnar með sér að mæta í fötum í fánalitunum. Við söfnuðumst saman úti í brekku þar sem við röðuðum okkur eftir litum og sungum hvatningarsöng fyrir „Strákana okkar“ á EM. Við sendum upptökuna líka í EM svítuna þannig að það er aldrei að vita nema við verðum í sjónvarpinu líka. 🙂
ÁFRAM ÍSLAND !  Endilega skoðið myndbandið hér !
Fullscreen capture 27.6.2016 151334.bmp

Markús Bessi 4 ára

Í gær eða þann 26. júní varð Markús Bessi 4 ára. Við héldum að sjálfsögðu upp á það í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_6338

Arnrún Eva kveður Tröllaborgir, Hvammur

Í dag kveður Arnún Eva okkur í Tröllaborgum en hún er að flytja til Húsavíkur. Um leið og við þökkum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega vel fyrir dásamlegar samverustundir óskum við þeim alls hins besta á nýjum stað.  Arnrún Eva gaf börnunum ís í kveðjustundinni okkar í  morgun, sjá myndir hér! Ykkar verður sko sárt saknað
IMG_6304

Gönguferð með Innipúkann, Hvammur

Á miðvikudaginn fóru börnin í gönguferð til að æfa umferðarreglurnar og skoða umferðarmerki. Við tókum að sjálfsögðu Innipúkann okkar með í ferðina og sýndu börnin mikla ábyrgð og hófsemi þegar þau skiptust á að halda á honum. Endilega skoðið myndir hér !
IMG_6150

Móar – hjóladagur :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Móum. Það var ekkert smá spennandi að fá að koma með hjól og sparkbíla að heiman 🙂 Svo kom löggan í heimsókn og setti límmiða á tryllitækin 🙂

Hér eru myndir 🙂

Hjóladagur í Bergi

Í dag var hjóladagur hjá okkur, lögreglan kom til okkar og skoðaði hjólin og setti flott merki á þau. Allir fengu að skoða löggubílinn og heyra hljóðið í sírenunum. myndir

IMG_0648

Umferðarvika í Læk :)

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Við erum búin að skoða ýmiss konar umferðarmerki, föndra alls konar umferðarmerki, fengum svo lögguna í heimsók á hjóladaginn og skelltum okkur í gönguferð þar sem farið var vel yfir allar umferðarreglur 🙂 og leikskólarnir Kiðagil og Hulduheimar heimsóttir 🙂 mikið fjör hjá okkur 🙂

IMG_4675

Sjá myndir hér , hér , hér , hér og hér

 

Hjóladagur í Hvammi

Í dag var hjóladagur í Hvammi þar sem börnin fengu að koma með hjólin sín í leikskólann. Lögreglan kom svo í heimsókn og gaf börnunum límmiða á hjólin, sjá myndir hér og einnig myndband hér !
IMG_6097

Maximús Músikús

Í gær 15. júní kom  Maximús Músikús í heimsókn til okkar í Tröllaborgir . Við fengum að hlusta á söguna um hann, skoða myndir af honum og kynnast ýmsum hljóðfærum. myndir

juni 2016 067