Móar – Kveðjustund

Í dag hætta Egill Gulli og Kristel Ragnheiður hjá okkur. Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir frábært samstarf í vetur og óskum þeim velfarnaðar á nýjum stað 🙂

Við héldum smá kveðjustund fyrir þau og hér má sjá nokkrar myndir 🙂

IMG_6940

Bleikihópur í gönguferð

Mánudaginn 30.05 skelltum við okkur í gönguferð í góða veðrinu. Við löbbuðum á dagmömmurólóinn rétt hjá okkur og fengum að leika aðeins þar. Síðan á heimleiðinni stoppuðum við í strætóskýliu og gæddum okkur á banana til að hafa orku fyrir heimleiðina. Í þessari gönguferð sáum við margt skemmtilegt eins og jeppa, trukka, rútu, Fjólu, kisu og hund svo eitthvað sé nefnt. Drengirnir stóðu sig mjög vel í gönguferðinni og vorum við öll kát með þessa ferð að henni lokinni.

IMG_4340

Sjá myndir hér

Krummar og Fiðrildi

Á fimmtudaginn fóru Krumma- og Fiðrildahópur í heimsókn í Læk að skoða listasýninguna sem þau voru búin að setja upp. Eftir það fórum við í Móa og héldum áfram að leika okkur.
Hér eru nokkrar myndir 😉

IMG_8269

Ratleikur í Giljaskóla

Í morgun var okkur boðið í Giljaskóla, 5. bekkur (vinabekkur okkar) var búin að útbúa ratleik um allan skólan og einnig úti. Nemendur í 5. bekk „völdu “ sér börn frá Tröllaborgum og saman unnu þau að því að finna vísbendingar í ratleiknum . Þetta var frábær dagur sem endaði að boðið var upp á grillaðar pylsur og ís. Allir skemmtu sér frábærlega og þökkuðum við frá Tröllaborgum fyrir okkur með söng. myndir

giljasjoli og hvammur 035

Myndlistarsýning í Læk

Við í Læk settum upp myndlistarsýningu í síðustu viku og eru listaverk sem börnin erum búin að vinna að í allan vetur. Í maí byrjuðum við að vinna sameiginlega að einu verki. Við lásum söguna um geiturnar þrjár og fórum yfir flókin orð í sögunni. Í lokin skiptu hóparnir svo úrvinnslu verkefnisins á milli sín. Elstu börnin endusögðu söguna og hin föndruðu leiksviði og persónunar. Þessi sýning prýðir svo veggina okkar þessa dagana 🙂

IMG_4300

sjá myndir hér

Síðasti danstíminn

Síðast heimsóknin hennar Guðrúnar til okkar með danskennslu var föstudaginn 20. maí. Þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegir tímar með henni og við búin að læra mörg ný og skemmtileg dansspor 🙂

IMG_4209

Sjá myndir hér

Fimleikahúsið :)

Það er nú svolítið langt síðan Bleiki- og Grænihópur skelltu sér í einstaklega skemmtilega ferð uppí fimleikahús en við ákváðum nú samt að skella inn myndum 🙂

IMG_4098

Sjá myndir hér

Grill- og vorhátíð foreldrafélagsins

Á föstudaginn var haldin hin árlega vorhátíð foreldrafélagsins. Börnin dönsuðu fyrir foreldra sína og sýndu þeim brot af því sem þau hafa lært sl. 8 vikur í dansinum hjá Guðrúnu í Steps. Summi Hvanndal og Magni tróðu svo upp og spiluðu og sungu nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð viðstaddra. Að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur, safa og svo ís í eftirmat. Endilega skoðið myndir hér og einnig má sjá myndbandsbrot af sameiginlegum dansi allra barnanna hér ! Hjartans þakkir fyrir skemmtilega samveru 🙂

IMG_8392 IMG_8406

Útskrift elstu barnanna í Tröllaborgum

Í dag var útskrift elstu barnanna í Tröllaborgum. Athöfnin hófst á því að börnin sungu lög úr leikritinu Pílu pínu en að því loknu afhenti Jakobína skólastjóri hverju og einu barni útskriftarskjal ásamt ljósmynd af hópnum. Í lokin var svo boðið upp á léttar veitingar. 🙂 Hjartanlega til hamingju með daginn ! 🙂 Endilega skoðið myndir hér !

IMG_1941_tn IMG_1944_tn