Rauði hópur í Bergi

Í morgun fórum við í Tröllahópstíma þar sem við unnum ýmis verkefni og skoðuðum stafinn Í eftir góða vinnustund fórum við út og bjuggum til útilistaverk og þar á eftir gerðum við nokkrar yoga æfingar. Sjá fleiri myndir hérraudi 31.03.16 056 list

Blár dagur 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 🙂

Bleiki hópur í hópastarfi

Nokkrar myndir frá hópastarfinu hjá okkur í Bleika hópi. Við erum búin að vera svolítið að æfa okkur í fínhreyfingum  þessa dagana meðal annars að klippa og auðvitað þarf maður að líma þar sem maður klippir niður svo úr verði fínt listaverk 🙂

Auk þess teiknuðu strákarnir fína mynd á blað, við settum lím ofan í strikin og stráðum sandi svo þar yfir. Þetta listaverk ætlum við svo að klára seinna 🙂

sjá myndir hér og hér

036

Bleiki hópur og hófsemi :)

Frá því um áramótin höfum við verið að vinna með dygðina hófsemi. Við í Bleika hópi höfum verið að æfa okkur að sýna hófsemi og temja okkur hana 🙂

Í hópastarfinu vorum við að lita mynd með tússlitum. Við notuðum aðeins fáa liti og ef okkur vantaði nýjan lit þurftum við að skiptast á og fá lánað hjá næsta 🙂

Sjá myndir hér

IMG_3137

Fiskahópur í stærðfræðileik á Völlum, Hvammur

Börnin fóru í póstburðarleik á Völlum þar sem við notuðum rimlana sem blokk og bolta sem póst. Öll börnin fengu tvo bolta hvert og svo köstuðum við teningi til að vita á hvaða hæð boltinn ætti að fara þ.e. ef teningurinn sýndi 3 þá átti barnið að fara með boltann á þriðju hæð. Þegar allir boltarnir voru komnir á sína hæð þá skoðuðum við hvaða hæð fékk mest af pósti, hvaða hæð fékk minnst og hvort einhverjar hæðir fengu jafnmikinn póst. Mjög skemmtilegur stærðfræði- og hreyfileikur. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_7156_tn

Fiskahópur teiknar húsin sín, Hvammur

Í gær í hópastarfi ræddum við um hina ýmsu húsakosti s.s. blokkir, einbýlishús, raðhús o.s.frv. í kjölfarið teiknuðu börnin húsin sín á blað sem hengd voru upp á listaverkatöflu. Í lok hópastarfsins brugðu þau sér í smíðaleik, sjá myndir hér !

IMG_7507_tn

Marglyttur í leik í Móum

Í dag lékum við okkur saman í Móum. Börnin völdu sér efnivið og urðu dýrin, kubbar og spil fyrir valinu hjá þeim. Allir voru í góðum leik og allir glaðir í bragði eins og alltaf 🙂 sjá myndir hér !

tn_479

Fjólublái hópur í Læk

Daginn fyrir páskafrí fór fjólublái hópur í göngutúr, það finnst okkur alltaf rosalega gaman og við erum mjög dugleg að labba. Í þetta sinn fórum við á nálægan leikvöll, á leiðinni hittum við konu með hund og við fengum að klappa honum. (þeir sem vildu) Þegar við komum á leikvöllinn var rosa gaman en við þurftum að passa okkur rosa vel að stíga niður fótum því þar var svo mikill hundaskítur 🙁  Sveiattan þeim sem hirða ekki upp eftir hundana sína.  Við settumst líka á bekk og gæddum okkur á melónum sem við fengum í nesti 🙂

sjá myndir

Starfsmannabreytingar

Eftirfarandi starfsmannabreytingar hafa orðið hjá okkur á síðustu tveim vikum. Kristín Valsdóttir hefur kvatt okkur en tveir nýjir starfsmenn hafið störf, þær Eva Sóley og Beata. Eva Sóley verður í afleysingum á öllum deildum, en Beata verður mest starfandi í Móum ásamt einhverjum afleysingum.