Val á Völlum :)

Í dag í vali á Völlum bauð Harpa uppá þrautabraut og ýmsa skemmtilega leiki 🙂 Í lokin skruppu þau í smá skemmtiferð með lyftunni upp á 9. hæð 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2713

Ferð á snjóhólinn :)

Þriðjudaginn 23. feb. skelltu nokkur börn sér með Hörpu í smá ferð í nágrenni við leikskólann. Þau fundu flottan snjóhól sem sem þau skemmtu sér konunglega við að klifra á 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2636

Jóga í Læk

Á hverjum fimmtudegi í samverustund förum við í jógastund. Að þessu sinni vorum við öll saman og ýmsar jógaæfingar gerðar 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2731

Leikið með stafina :)

Við erum búin að vinna mikið síðustu vikur með Lubba og verkefni tengdum honum. VIð erum búin að fara yfir stafina A-M-B-N og D og þau hljóð sem þessir stafir gefa frá sér. Elstu börnin í Læk léku sér svo að því að flokka hluti á rétta staði eftir stöfunum A og M 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2663

 

Bleiki hópur í hópastarfi :)

Hæhæ

Smá fréttir af okkur í Bleika hópi. Við erum að læra þuluna “einn lítill, tveir litlir…” og leggjum þá helst áherslu á tásurnar enda búin að vera að einblína svolítið á þær síðustu daga 🙂 Við erum einnig að æfa okkur í að teikna sjálfsmynd, andlitsmynd, hvar eiga augun að vera, hvar á nefið að vera o.s.frv. og síðan auðvitað að leika okkur saman og skiptast á með dótið.

Við fengum að fara á Velli í hópastarfinu þessa vikuna og skemmtum okkur auðvitað vel enda mikið hlaupið um salinn og ýmsar þrautir leystar 🙂

IMG_2589

Sjá myndir hér

Marglyttur í leik og námi

Hér kom nokkrar myndir frá okkur í Marglyttuhópi. Þessa vikuna höfum við verið að mála og teikna. Svo eru leikirnir “Hver er undir teppinu” og “Í grænni lautu” vinsælir þessa dagana 🙂 Sjá myndir hér !

049

Tröllaborgir og Giljaskóli

Börnin í Bergi og 5.bekkur Giljaskóla sem er vinabekkur okkar hittust aftur bæði var komið í Tröllaborgir og farið í Giljaskóla. M.a gerðu börnin stafi, það var spilað, lesið og teiknað . Þá gerðu allir vinarbönd og gáfu hvort öðru, þannig sýndu þau hvað vináttan er mikilvæg og það er gaman að gleðja aðra. myndir

trollgiljasjoli 016

Frjáls leikur í Febrúar

IMG_5303Það er búið að vera mikið um veikindi hjá okkur í Febrúar og við erum búin að vera mikið saman í einu hóp, erum samt búin að bralla fullt, Það var dótadagur í leikskólanum á miðvikudag og þá mátti koma með dót með sér, fórum á Velli, speglahelli, lærðum um stafina okkar, máluðum, sögustund með Lubba og fleira 🙂 Hér eru myndir af Móakrílunum okkar 🙂

Val í Læk

Heil og sæl í vali á þriðjudaginn vorum við nokkur í Listalaut. Við náðum okkur í snjó, sem nóg er af og settum hann á plastkassalok. Við fórum svo með hann í Listalaut og máluðum á hann. Það varð til þetta fína listaverk sem lifði nú ekki mjög lengi nema jú í myndrænu formi og minningum 🙂   Síðan bjuggum við til annað listaverk og notuðum í þetta skiptið kassa, blað, glerkúlur og málningu 🙂 sjá hér

 

Lækur

Eftir hvíldina í dag vorum við að leira stafina okkar. Fyrst skrifuðum við eða kennarinn stafinn á blað og síðan settum við leirinn á hann. Þetta var mjög gaman og allir með það á hreinu hvað stafurinn sinn hét 🙂 sjá myndir

 

Fjólublái hópur Læk

Heil og sæl kæru foreldrar. Af okkur í fjólubláa hóp er allt gott að frétta, það er reyndar búið að vera óþarflega mikil veikindi hjá okkur en við vonum að þeirri hrinu sé að ljúka. Myndavélinn hefur ekki verið mikið við höndina en ég set inn myndir frá hópastarfi þar sem við vorum að líma á plastlok og leika í frjálsum leik.  sjá myndir

IMG_2211

Konudagsboð í Hvammi

Í dag buðu börnin mömmum og ömmum í morgunverð í tilefni af konudeginum sem er nk. sunnudag. Sem endra nær var afar góð mæting og áttum við notalega stund saman. Hjartans þakkir fyrir komuna, sjá myndir hér ! 🙂

IMG_3801

Græni hópur :)

Heil og sæl 🙂

Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í græna hópi í vikunni, við erum á fullu að læra um hófsemi og hvernig við getum sýnt hófsemi. Við töluðum mikið um stafina okkar og prófuðum að búa þá til úr “sjálfum okkur”, við bjuggum til A, Á, S, M og G, svo föndruðum við líka.

Góða helgi 🙂

sjá myndir hér 🙂

IMG_2535

 

Rauðihópur

Í Tröllatíma í dag var Rauðihópur að vinna með stafinn Ó. Einnig unnum við með Sögugrunnur og Lubbi kom og sagði okkur frá hvað rímar við Ó og hvaða orð byrjar á stafnum og hvar er stafurinn inn í orði. Við gerðum tilraun með vatn, edik og maisbaunir, hvernig baunirnar fljóta í vatni eða sökkva. myndir

ttrollahopur raudi 006