Marglyttur – HVAMMUR

Hér eru nokkrar myndir frá okkur í Marglyttuhóp, gerðum þessar flottu kórónur fyrir þorrablótið sem heppnaðist svona líka flott í síðustu viku 🙂 Svo höfum við verið að æfa okkur með bókstafinn N. Sjá myndir hér !

Marglyttur bralla (28)

Þorramatur :)

Föstudaginn 22. janúar gæddum við okkur á Þorramat í hádeginu. Þar var ýmislegt girnilegt á boðstólnum og bæði börn og kennarar duglegir að smakka 🙂

Sjá myndir hér

IMG_1997

Fiskahópur býr til stafi úr seglum, Hvammur

Á mánudaginn unnum við í fiskahópi með Lubba og málbeinið. Við lásum um stafinn N og lékum okkur að því að setja litla segla á myndir af hlutum sem byrja á N. Í lokin bjuggum börnin til sína upphafsstafi úr seglunum og veiddu þá svo upp með veiðistönginni. 🙂 Endilega skoðið myndir hér og svo má sjá stutt myndband hér !

tn_IMG_6280

Móar – Bóndadagurinn

Á föstudaginn var Bóndadagurinn og af því tilefni buðu börnin pabba og afa í morgunmat 🙂 Í hádeginu vorum við svo með Þorrablót, við sungum nokkur þorralög og borðuðum þorramat 🙂

Hér eru myndir frá þessum skemmtilega degi 🙂

IMG_4825    IMG_4867

Móar – Heimsókn frá Minjasafninu

Í síðustu viku heimsótti Ragna frá Minjasafninu okkur og kom hún með Gullkistu með sér. Í Gullkistunni voru ýmsir munir og leikföng frá því í gamla daga 🙂 Börnin voru mjög áhugasöm og fylgdust spennt með því sem kom upp úr kistunni góðu 🙂

Hér eru myndir 🙂

IMG_4730    IMG_4755

Gamli tíminn

Í tilefni Þorrans höfum við lagt áhersku á gamlatímann, vikinga, torfbæi og vikingaskip. Einnig var skoðað og rætt um það sem börn borðuðu í gamla daga,áhöld sem notuð voru, leikföng og hvernig föt börnin áttu í gamladaga. myndir

þorrinn 019

Þorrablót í Bergi

Bóndadagur var haldin hátíðlegur í Bergi, börnin buðu pöbbum og öfum í hafragraut og skátur, í hádeginu var þorramatur á borðum við langborð og börnin með Víkingahjálma og sungið gömul og góð íslensk lög. Í dag var einnig vasaljósadagur börnin komu með vasaljós á Velli það sem tekið var fyrir Gamli tíminn. Myndir

þorrinn 094

Gamli tíminn

Þessa vikuna erum við búin að fræðast aðeins um gamla tímann. Við erum búin að skoða mikið af myndum og spjalla mikið saman um þenna tíma. Í vikunni fengum við svo heimsókn frá Minjasafninu og fengum að skoða marga skemmtilega hluti frá því í gamla daga. Börnin í Læk skiptu svo á milli sín verkum við að búa til þennan líka flotta torfbæ 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2022