Jóladagatal Hvamms

Við í Hvammi vorum með jólapakkadagatal í desember. Það vill svo vel til að börnin á deildinni eru 23 talsins og því fórum við þá leið að nota stafrófsröðina til að stýra því hvaða barn opnaði hvern dag t.d. er Albert Gísli fyrstur í stafrófsröðinni og því fékk hann að opna pakka þann 1. des og þannig koll af kolli. Allir pakkarnir innihéldu það sama þó útfærslurnar væru nokkrar. Myndirnar tala sínu máli, endilega skoðið þær hér !

1 (2) 7 (5)

Augasteinn

Í desember höfum við í Berg verið að lesa söguna um Augastein eftri Felix Bergsson. Bókin fjallar um Jólasveinanna, Grýlu, eldgos, krumma og lítin dreng sem heitir Augasteinn, hann dvelur hjá jólaveinunum á aðventunni. Lesið er á hverjum degi og börnin teikna það markverðasta sem gerist í sögunni dag hvern. Hér Myndir

föndur 005föndur 004

Dekurdagur í Hvammi

Í dag ákváðum við að bjóða börnunum upp á nokkrar gerðir af dekri s.s. fótanudd, steinanudd, höfuðnudd og hárgreiðslur, naglalökkun og handaáburð. Börnin tóku þessu fagnandi hendi og nutu dekursins fram í fingurgóma. skoðið myndir hér !

IMG_5985 IMG_2248

Snuðra og Tuðra halda jólin, leikrit á Völlum

Á föstudaginn 18. des sl. var óvænt uppákoma á Völlum en þangað mættu hinar margrómuðu systur Snuðra & Tuðra sem voru að fara halda jólin. Systurnar áttu að vanda margt ólært og sýndu mömmu sinni í upphafi mikla frekju og dónaskap en sem betur fer lærðu þær af reynslunni og undir lokin voru þær farna að sýna samkennd, hjálpsemi og glaðværð, endilega skoðið myndir hér !

Og viti menn, mamma var komin í sitt fínasta púss Sjáið bara hvað Snuðra varð glöð :)

Lubbafjör í Hvammi

Líkt og hefur komið fram áður þá erum við að vinna með bókina Lubbi finnur málbein. Lubbi er íslenskur fjárhundur og hann langar svo til að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Nú hefur hver deild fengið sinn „Lubba“ í formi tuskuhunds og hafa börnin mjög gaman af fá að handleika hann, sjá myndir hér !

IMG_5449 IMG_1702

Marglyttur mála HVAMMUR

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í Marglyttuhóp í listalaut og þar máluðum við hatta sem við fengum að gjöf, skreyttum þá með glimmeri og er því tilvalið að nota þá sem áramótahatta til dæmis 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_1843

Það er svo gott að gleðja aðra, Hvammur

Þessa önnina höfum við verið að tileinka okkur dygðina glaðværð en stór þáttur hennar er að gleðja aðra því þá líður okkur svo vel. 🙂  Senn líður að jólum og líkt og síðustu ár safnar Glerártorg saman jólapökkum fyrir framtakið Jólaaðstoð. Við í Hvammi ákváðum að leggja okkar af mörkum og safna saman klinki þannig að við gætum keypt í einn pakka (fyrir stúlku 3-5 ára) sem við myndum setja undir jólatréð. Eftir mikið spjall var ákveðið að kaupa bók, sokka (svo hún færi ekki í jólaköttinn) og perluspjald með perlum ef fjárhagurinn leyfði. Í morgun tókum við strætó niður á Glerártorg þar sem við skiptum okkur í tvo hópa. Annar hópurinn fór og valdi sokka á meðan hinn hópurinn valdi bók. Við fórum svo öll saman að kaupa perlurnar, pökkuðum gjöfinni inn og settum hana undir tréð. 🙂 Börnin stóðu sig með eindæmum vel og var gaman að sjá hversu mikil samkennd ríkti á meðal þeirra. Já, það voru stoltir kennarar og glaðvær börn sem héldu svo heim á leið. 🙂 Endilega skoðið myndir hér !

IMG_2053 IMG_5825

Gjöf sem gefur

Í tilefni þess að dygð okkar á haustönn er GLAÐVÆRÐ veltum við fyrir okkur hvernig við gætum glatt aðra. Eftri umræðu við börnin var ákveðið að allir kæmu með smá pening og við lögðum saman í púkk. Söfnunin tókst frábærlega og var ákveðið að fara á Glerártorg og gefa pakka til þeirra sem minna meiga sín. Börnin í Bergi keyptu gjöf fyrir strák á aldrinum 5-6 ára en Hvammur gaf stelpu gjöf á sama aldri. Allir voru mjög áhugasamir um hvað skyldi kaupa og var niðurstaðan Lego og spilastokkur.Skemmtilegur dagur þar sem allir fóru heim með gleði í hjarta og bros á vör. Myndir

minjasafn og glefatorg 082

Hátíðarmatur í Bergi

Eftir að búið var að dansa kringum jólatréð og jólasveinarnir búnir að gleðja okkur settust allir niður og boðið var upp á hátíðarmat, hangikjöt með öllu og ís í eftrimat, íslenskara getur það ekk verið 🙂 hér

augaseinn, jolaball hátiðarmatur 085

Heimsókn frá Stekkjastaur & hátíðarmatur, Hvammur

Í dag héldum við litlu jólin í leikskólanum hátíðleg. Eftir morgunmat fórum við á Velli þar sem allir söfnuðust saman og dönsuðu í kringum jólatréð við undirleik Heimis Ingimars. Bræðurnir Stekkjastaur og Giljagaur litu við á ballið en að því loknu fóru börnin inn á sínar deildir þar sem sveinkarnir komu við og gáfu börnunum pakka. Fyrir hádegismatinn voru síðan„tónleikar“ á Völlum þar sem elstu börn leikskólans sungu fyrir okkur hin falleg jólalög. Í hádeginu var svo hangikjötsveisla og ís í eftirmat. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_5708