Fyrsti í snjó :)

Alltaf gaman þegar búið er að bíða eftir snjónum og hann lætur loksins sjá sig. Börnin í Læk voru heldur betur glöð þegar það byrjaði loksins að snjóa 🙂

Sjá myndir hér

IMG_1188

Tröllatími

Tröllatími hjá Rauðahóp. Stafurinn J var tekinn fyrir í dag og tölustafirnir 4-5, börnin fóru í frímínútur og var athugað hvort einhverjir vildu prufa að hlaupa út í snjóinn á tásunum. Sumir vildu prufa en aðrir ekki sem er bara allt í lagi, á eftir var farið að æfa sig að leika með bolta, grípa og rúlla.
Lubbi finnur málbeinið er kennsluefni sem við erum að byrja að nota og er það hundurinn Lubbi  sem ætlar að kenna börnunum stafina, málhljóðin, söngva, tákn og landafræði. myndir

lok nov 2015 027

Fiskahópur gerir myndir með marmarakúlum, Hvammur

Í dag vorum við í Fiskahópi í hópastarfi í Listalaut. Við ræddum um hvaða litir okkur fyndist vera glaðværir og völdum að nota þá í málningarverkefnið okkar. Við settum auð blöð ofan í kassa, málningadropa á blaðið og síðan settum við marmarakúlur ofan í kassann og hristum hann til og frá. Mikið fjör, sjá myndir hér !

IMG_5411 IMG_5414

Lokað vegna starfsmannafundar

Athugið að leikskólinn er lokaður vegna starfsmannafundar á mánudag frá 8-12. Leikskólinn opnar kl.12 og við förum beint í hvíld 🙂  Athugið að ekki er boðið upp á hádegismat þann dag, þar sem hádegismatur er venjulega kl.11:30.

Fjólublái hópur í Listalaut

Loksins loksins jæja það er búið að vera mikið að gera hjá okkur eins og alltaf. Við erum búin að rúlla á svæðin og bralla margt og mikið. Í listalautinni vorum við að mála og síðan gerðum við eina tilraun líka við blönduðum saman vatni, hveiti og bleki sprautuðum því á karton og settum inn í örbylgjuofnin, og viti menn þegar við tókum myndina út þá var blandan upphleypt á blaðinu og orðin hörð. Svo vorum við á völlum líka og gerðum þrautabraut. Það voru rosalega dugleg börnin í fjólubláahóp að vera í röðinni og fara hring eftir hring. Síðan erum við líka dugleg að fara í leiki eins og í grænni lautu.  Í litla læk vorum við síðan með spegla og vorum að skoða andlitið okkar nebbann, munninn sem er fyrir neðan nebbann, augun, kinnarnar og allt hitt. Hér má sjá nokkrar myndir úr listalaut

Dagur íslenskrar tungu, Hvammur

Í tilefni af degi íslenskrar tungu komu allir í Tröllaborgum saman á Völlum þar sem hver deild tróð upp með söng. Þar sem við erum að læra að tileinka okkur dygðina glaðværð sungum við í Hvammi tvö gleðilög, „Gleði og glens“ og „Ef þú ert súr“, endilega skoðið myndband frá uppákomunni okkar hér !

DÍT, Hvammur