Uglur að stimpla hendur

Í dag vorum við Uglurnar að stimpla hendurnar okkar og fingraförin 🙂 Þetta er hluti af þemaverkefninu okkar, ég sjálfur og líkaminn 🙂 Við erum aðeins að byrja á því, fórum í yoga í gær og það tókst mjög vel 🙂 Myndir hér.

Ída Kolbrá 5 ára

ind og trollatimi 011

Þann 21. október varð Ída Kolbrá 5 ára og héldum við upp á afmælið hennar í dag 🙂 Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn 🙂

Hér eru myndir 🙂

 

Rugludagur í Læk :)

Föstudaginn 23. október var rugludagur hjá okkur í leikskólanum. Þá mættu bæði börn og starfsfólk aðeins öðruvísi en aðra daga 🙂 Í hádeginum fengum við svo fallega bleikan mjólkurgraut sem vakti mikla lukku 🙂

Sjá myndir

IMG_0713

Fiskahópur býr til M úr laufblöðum, Hvammur

Í dag vorum við í Listalaut í hópastarfi. Börnin byrjuðu á því að skrifa stafinn M á blað, settu svo lím ofan á stafinn og festu laufblöð, sem við tíndum í síðustu viku, ofan á. Börnin völdu sér svo laufblöð sem þau settu inn í bókaplast. 🙂 Endilega skoðið myndir hér !

IMG_5030

Rugludagur í Hvammi

Í dag var rugludagur í Hvammi. Börnin komu svo „rugluð“ í leikskólann, sum í sitthvorum sokknum, sum með nærbuxur á hausnum o.fl. skemmtilegt. 🙂 Við skiptum um sæti, snérum borðum á hvolf og sátum uppi á borðum og lituðum. Við fórum svo í vinastund sem var MJÖG rugluð og skemmtileg. 🙂 Rúsínan í pylsuendanum var svo hádegismaturinn en við fengum rauðbleikan mjólkurgraut í matinn. Sem sagt, afar skemmtilegur dagur þar sem gleðin var við völd, endilega skoðið myndir hér ! 🙂

Rugludagur 23

Jógastund og veiðispil, Hvammur

Í morgun eftir blauta útiveru fórum við í jóga þar sem við æfðum okkur í að gefa og þiggja snertingu frá hvoru öðru. Við teiknuðum sól á bakið á hvort annað, létum rigningardropa drippa á kollinn á hvoru öðru o.s.frv. 🙂 Við fengum okkur svo ávaxtahressingu og fórum í fiskaspilsleik, endilega skoðið myndir hér !

IMG_4947 IMG_4972

Hreyfing í íþróttahúsi Giljaskóla, hænuskoðun og laufblaðatínsla, Hvammur

Í dag var nú aldeilis mikið um að vera í Hvammi. 🙂 Eftir að hafa fengið okkur staðgóðan morgunmat lögðum við af stað upp í Giljaskóla þar sem við fengum að nota íþróttasal skólans fyrst ekki var kennsla þar í dag. Eftir að hafa hamast í tæpa klukkustund röltum við yfir í skólann sjálfann og fengum að skoða 13 hænur sem munu dvelja þar  í vetur. 🙂 Á heimleiðinni tíndum við svo laufblöð í poka sem nú eru komin í þurrkun og pressun. Sem sagt, glaðværðin alls ráðandi hjá okkur að venju. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_0868 IMG_0928

Fiskahópur gerir skuggafisk, Hvammur

Í gær vorum við á Völlum að leika okkur með myndvarpa. Við settum fisk á myndvarpann og teiknuðum eftir skugganum hans á stórt blað. Rut sótti svo plast skordýrin og lékum við okkur að stækka þau upp á veggnum. 🙂 Við máluðum svo öll saman fiskinn og létum hann þorna yfir nóttina. Í dag klipptum við hann svo út og lékum okkur saman í Móum, endilega skoðið myndir hér !

IMG_4873 IMG_4887