Fjólublái hópur í Læk

IMG_0248

 

Það er búið að vera rólegt hjá okkur í fjólubláa hóp í byrjun vikunnar vegna veikinda. Við sendum veiku krílunum okkar batakveðjur og vonandi fara þau að hressast. Við hin vorum að dunda okkur í Læk í gær og speglahelli í morgun. Við erum aðeins að ræða hvað við heitum og hvað við erum gömul, syngja nafnalög og klappa nöfin okkar svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkrar myndir frá í morgun og svo læt ég fylgja með myndir úr litla Læk úr þar síðustu viku. Sjá hér og hér

Brandarahorn Fiskahóps í Hvammi

Jæja, líkt og áður hefur komið fram erum við að tileinka okkur dygðina glaðværð og fátt meira viðeigandi en að skemmta okkur sjálfum og öðrum. Brandararnir streyma frá börnunum þessa dagana 🙂 , endilega skoðið myndband hér !

Fullscreen capture 29.9.2015 123712.bmp

Það var einu sinni könguló…, Hvammur

Á miðvikudaginn (23. sep) fundum við mjög stóra könguló úti í garði. Við sýndum mikið hugrekki og veiddum hana í glært box þar sem lokið er stækkunargler. Börnin voru afar hugrökk og létu boxið ganga milli svo allir gætu skoðað. Daginn eftir var köngulóin enn á lífi og út frá því spannst mikil umræða hjá börnunum um að nú hlyti hún að vera orðin svöng. Börnin veltu fyrir sér hvað væri best að gefa köngulónni að borða þar sem við ættum engar flugur handa henni. Í sameiningu var ákveðið að gera tilraun og gefa henni bæði peru- og paprikubita og sjá hvort henni líkaði betur. Svo leið helgin og viti menn, köngulóin var enn sprelllifandi í boxinu í morgun enda hafði hún greinilega verið hrifin af perunni. Við ákváðum svo að sleppa köngulónni út á svalir og ríkti mikil spenna meðal allra þegar henni var sleppt lausri. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_0345 IMG_0323

Fréttir af Græna hópi

Loksins koma einhverjar fréttir af okkur í græna hópi. Í síðustu viku brölluðum við ýmislegt, við erum búin að nýta tímann til að kynnast hvort öðru og svo fórum við í Listalaut og máluðum á hendurnar okkar, það var rosa gaman. Við fórum einnig í Þúfu og stofnuðum hljómsveit og lærðum að skiptast á hljóðfærum og svo í lokin klöppuðum við nafnið okkar og töldum atkvæðin Vikuna enduðum við í frjálsum leik í búningunum 🙂 sjá myndir hér og hér

IMG_0156

 

Ugluhópur að mála :)

Í gær vorum við í  Ugluhóp að mála með þekjulitum, Þessi tími gekk afar vel en nokkrir vildu endilega smakka á málningunni á meðan aðrir voru afar snyrtilegir  og vildu helst ekki koma við hana 🙂 Sjá myndir hér.

Fréttir af fjólubláa hóp í Læk

Heil og sæl, það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í fjólubláa hóp í vikunni. Við fórum í gönguferð í skóginn og náðum okkur í lauf til að föndra með. Við fórum með ávexti og glaðværð með í farteskinu. Svo erum við búin að föndra heilmikið í vikunni bæði úr laufblöðunum sem við fundum og síðan gerðum við sjálfsmynd af okkur. Takk fyrir vikuna og góða helgi.

IMG_0097

Sjá  fleiri myndir

Bleikihópur

Við í Bleikahópi skemmtum okkur konunglega þessa vikuna. Víð fórum í Listalaut og Þúfu þar sem við gerðum haustmyndir og spiluðum á hjóðfæri. Auk þess vorum við í frjálsum leik enda mikið þessa daga að læra að vera saman, skiptast á með dótið og ganga frá eftir okkur 🙂

VIð þökkum fyrir vikuna, kv Bogga

Sjá myndir hér

IMG_0175

Berg í gönguferð niður í Bót

IMG_1014

Í gær fórum við í Bergi í gönguferð niður í Bót. Við löbbuðum aðeins um bryggjuna og skoðuðum sjóinn og bátana. Síðan fengum við að kíkja aðeins inn í Hnýfil og þar fengum við að sjá fullt af fiskum 🙂

Hér eru myndir 🙂