Kakóstund á Völlum-Lækur

Þriðjudaginn 5. desember var okkur í Læk boðið í kakóstund á Völlum. Þar hittum við Hrefnu jólastelpu og fengum hjá henni kakó, kleinur og jólakökur. Við áttum þarna notalega stund við kertaljós 🙂

sjá myndir hér

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Aþena Elínrós og Alexander Örn fóru eldvarnar eftirlitshring um skólann fyrir skömmu og voru því sérlegir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Ferðin gekk vel, við könnuðum sömu þætti og vanalega, sem og að kanna hvar slökkvitæki og brunaslanga eru staðsett og fl. Sjá myndir hér !

1. desember í Laut

Þann 1. desember síðastliðinn var sparifatadagur hér hjá okkur í Laut. Að auki fengum við jólamat í hádeginu, hangikjöt og meðlæti, virkilega gott. Í lok dags var svo jólaföndur hjá okkur og þökkum við ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í því 🙂 Sjá myndir hér !

Alexander Örn 5 ára

Þann 1. desember síðastliðinn varð Alexander Örn 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum í laut 🙂 Sjá myndir hér !

Kakóhús á Völlum

Í gær var okkur í Bergi boðið á Kakóhús á Völlum. Þar fengum við heitt súkkulaði með rjóma og kleinur og smákökur. Við áttum rólega og notarlega stund saman. Myndir hér

Ferð í miðbæinn

Á mánudaginn fórum við í Bergi í strætóferð niður í miðbæ þar sem við kíktum á jólaköttinn og aðrðar jólaskreytingar. Við tókum lagið bæði í strætó og á torginu og tókum auk þess æfingu í að ganga kringum jólatré! Myndir frá ferðinni hér

   

Móar – Krumma og Hvolpahópur

Í gær fórum við í gönguferð. Við löbbuðum um nágrenið og skoðuðm jólaljósin. Þetta var góð ferð og góð æfing fyrir börnin þar sem þau passa upp á hvert annað, labba í röð og passa sig að detta ekki í hálkunni 🙂 sjá myndir hér

Laut – Bókasafnsferð

Fyrir skömmu síðan fórum við í Laut í vettvangsferð á Amtsbókasafnið. Þar hittum við barnabókavörðinn hana Fríðu og hún las fyrir okkur sögu. Síðan áttum við saman notarlega stund, lékum með dótið eða skoðuðum bækur. Sjá myndir hér !

Stefán Gunnar 5 ára

Þann 23. nóvember síðastliðinn varð Stefán Gunnar 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Börnin í Móum búa til hús handa Lubba :)

Í lok október bjuggum við í Móum til hús handa Lubba og hjálpuðust allir að við að mála húsið 🙂 Þetta eru svo hjálpsöm börn 🙂 Í síðustu viku var húsið loksins klárað en þá límdum við nafnið hans Lubba á húsið. Lubbi er alveg í skýjunum með nýja húsið sitt og börnin eru ekkert síður ánægð með að hafa búið til svona flott hús handa vini sínum 🙂

Hér eru myndir af börnunum mála Lubbahúsið og hér eru myndir af samverustundinni þar sem húsið var endanlega klárað 🙂

Útivera í snjónum :)

Þessa viku höfum við notið útiveru í snjó og góðu veðri. Krakkarnir kunna vel að meta fyrsta snjóinn! Í útiverunni í morgun birtist myndatökumaður frá Fréttastofu RÚV og því má vel vera að einhverjar klippur úr útiveru hjá Bergi og Hvammi birtist í fréttatíma í kvöld eða næstu kvöld 🙂

Myndir frá útiveru hér