Kisuhópur á Læk

 

Kisuhópur í Læk var að mála, notaði litlar málningarúllur og málningu í allskyns litum til að búa til þessi fínu listarverk.  Sjá myndir hér af börnunum mála.

Kisuhópur í gönguferð

Í morgun fór kisuhópur í gönguferð  í góða veðrinu. Löbbuðum við smá hring og stóðu þau sig rosalega vel og allir kátir og hressir. Höfðum með okkur ávexti og tóku 2 pásur á leiðinni til að borða þá  hér eru myndir

 

Dýraspítali í Speglahelli :)

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastrarfi hjá Krókódílahópi. Eftir útiveru fórum við í Speglahelli þar sem börnin settu upp dýraspítala enda nokkur dýr með flensuna 🙂 Í lokin fórum við svo í smá lyftuferð 🙂

 

SJá myndir hér

Inga Lína 5 ára

Ingibjörg Ólína í Bergi varð 5 ára síðast liðinn föstudag, þann 9. mars. Við óskum henni og foreldrum hennar innilega til hamingju með áfangann! Myndir hér.

Hópastarf í Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfi í Bergi síðustu daga. Þar má sjá Rauða hóp vinna með Lubba, Bláa hóp leira stafina sína og Græna hóp æfa sig að klippa eftir línu og gera sjálfsmynd. Einnig eru myndir frá sameiginlegum göngutúr hópanna. Myndir

Skemmtileg ferð

Þann 7. mars fórum við Rauði- og Grænihópur í vettvangsferð með strætó. Við fengum brauð hjá Rúnari og Steinu og fórum á andarpollinn, endurnar voru mjög svangar og tóku hraustlega til matar síns. myndir  

 Það er allt gott að frétta frá okkur í Ugluhópi, við erum búin að vera mála, pinna, æfa okkur í að bera virðingu fyrir hlutum og sýna virðingu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá okkur 🙂 sjá  hér.

Laut – stærðfræði og Lubbi

Nú ætlum við að hafa stærðfræði tíma einu sinni í viku þar sem við ætlum að leggja inn ákveðin verkefni með áherslu á vinnu með tölustafi frá 1-20. Við ætlum að telja og skrifa tölustafi, læra að þekkja tölustafina í sjón, prófa að leggja saman, vinna með form, teninga og fleira. Fyrsti tíminn gekk mjög vel og hér má sjá nokkrar myndir frá þessari vinnu og einnig nokkrar myndir frá vinnu með bókstafi

 

Lydia Björk 6 ára

Í gær 5. mars varð Lydia Björk 6 ára gömul. Við óskum Lydiu Björk og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með afmælið 🙂 bestu kveðjur frá öllum vinum hennar í Laut 🙂

Hér eru nokkrar myndir!

 

Tilraunastarfsemi í Móum :)

Í gær var smá tilraunastarfsemi í Móum. Ellý sýndi börnunum hvað gerist þegar maður blandar borðediki við matarsóda. Þetta vakti mikla lukku og fylgdust börnin áhugasöm með þegar það myndaðist “eldgos” 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Rebekka Nótt 2ja ára afmælisstelpa :)

Í dag á Rebekka Nótt okkar 2ja ára afmæli og héldum við uppá það í Móum 🙂 Elsku Rebekka Nótt, við óskum þér og fjölskyldu þinni innilega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Móum 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Móar – Kisuhópur og Hvolpahópur í gönguferð

Í dag fóru Hvolpahópur og Kisuhópur í gönguferð. Við löbbuðum upp að Giljaskóla og fengum að leika okkur í smá stund á gervigrasvellinum. Það var sko ekki leiðinlegt að fá að hlaupa þar um 🙂 En við gátum nú ekki leikið okkur lengi í þetta sinn því við þurftum að flýta okkur aftur í leikskólann því ekki vildum við missa af Söngvaflóði 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá gönguferðinni okkar 🙂

Uglu- og Krummahópur – Móar

Í morgun fóru Uglu og Krummahópur í gönguferð. Við löbbuðum í skógarreitinn hér fyrir neðan leikskólann. Í skóginum vorum við að skoða hvort við myndum rekast á Rauðhettu, úlfinn eða bara litla mús en sáum ekkert af því 🙂 En á leið okkar heim rákumst við á kött, hann var samt ekkert að heilsa upp á okkur. Í leiðinni var þetta svo góð æfing í að leiða og passa hvert annað, labba í röð og ganga yfir götu á gangbraut. Sjá myndir hér