Konudagur í Móum

Í morgun buðu börnin í konudagsmorgunverð 🙂 Sumum fannst pínu skrítið að hafa svona marga gesti í morgunmatnum, en allir höfðu gaman af og áttum við notalega stund saman 🙂 Takk fyrir komuna mæður og ömmur 🙂  hér eru nokkrar myndir frá morgninum. 

Gabríel Máni afmæli – Móar

Þann 12. feb. átti Gabríel Máni afmæli, við héldum upp á það í dag 🙂 Elsku Gabríel við óskum þér og fjölskyldu þinni innilega til hamingju með 2ja ára afmælið. Bestu afmæliskveðjur frá öllum vinum þínum í Móum. Myndir hér 

Öskudagur í Læk :)

Það var nú heldur betur mikið fjör hjá okkur á Öskudaginn þar sem bæði börn og starfsfólk komu klædd í hinum ýmsu búningum. Eftir morgunmat hittum við börnin á Móum á Völlum þar sem við slógum “köttinn” úr tunnunni, fengum okkur popp og dönsuðum saman. Í hádeginu var svo að sjálfsögðu pylsupartý 🙂

Sjá myndir hér

Bolludagur-Lækur :)

Bolla, bolla, bolla 🙂 Við héldum heldur betur uppá Bolludaginn. Byrjuðum á því í sameiginlegri samverustund að fræðast aðeins um þennan dag og skoðuðum Bolluvönd. Í hópastarfinu lituðu börnin bolluvönd og skreyttu deildina okkar með litríkum vöndum. Og svo fengum við að sjálfsögðu að gæða okkur að fiskibollum í hádeginu og dýrindis rjómabollum í kaffinu 🙂

Sjá myndir hér

Steinþór Unnar 6 ára

Í gær þann 14. febrúar varð Steinþór Unnar 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Öskudagur í Bergi :)

Í dag héldum við uppá öskudaginn í Bergi með hefðbundnum hætti. Við vorum svo heppin að í dag voru allir 23 nemendur Bergs mættir en það er orðið ansi langt síðan engan hefur vantað, flensan hefur verið að stríða okkur aðeins unanfarnar vikur! Við klæddumst búningum og fórum út að syngja. Við fórum í Krambúðina og í Sunnuhlíð. Ferðin gekk mjög vel og allir voru glaðir og duglegir! Myndir og myndbönd frá fjörinu má sjá hér!

Öskudagur – Móar

Mikil gleði og gaman hjá okkur í dag. Við slógum (köttinn) poppið úr tunnunni og héldum öskudagsball. Voða gaman og allir kátir og glaðir. Hér er myndir sem segja allt sem segja þar 🙂

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum alltaf eitthvað að brasa. Í síðustu viku vorum við að leika okkur í hlutverkaleik og í þessari viku vorum við að æfa okkur með skæri, það er svolítið flókið fyrir litla fingur 🙂 en áhugann og eljusemina vantaði ekki. Hér eru nokkrar myndir frá þessum stundum 🙂

Bolla bolla – Móar

Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar,………. Í gær fengum við að sjálfsögðu bollur í nónhressingu 🙂 og smökkuðust þær mjög vel. Hér eru nokkrar góðar myndir af bollu smakki.

 

Ingvar Örn 6 ára

Ingvar Örn varð 6 ára 8. febrúar síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Myndir frá deginum má sjá hér.

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Sigurgeir Breki og Elísabet Helga voru aðstoðarmenn slökkviliðisins í síðustu viku. Við löbbuðum eins og venja er um skólann. Skoðuðum neyðar-útgönguleiðir, reykskynjara, brunaslöngu og slökkvutæki svo eitthvað sé nefnt 🙂 Þau stóðu sig með mjög vel og voru áhugasöm 🙂 Sjá myndir hér !

Móar – Dagur leikskólans :)

Í tilefni af Degi leikskólans teiknuðu börnin í Móum myndir, settu í umslög og svo báru þau bréfin út í hús hér í nágrenninu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá því þegar við vorum að setja bréfin í póstkassana 🙂

Frosti Snær 3 ára

Á morgun laugardaginn 10. febrúar verður Frosti Snær 3 ára. Að því tilefni héldum við uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og hans fjölskyldu innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir má sjá hér

Dagur leikskólans-Lækur

 

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. febrúar síðastliðinn teiknuðu börnin á Læk hver sína mynd og fóru svo með í hús hér í nágrenninu. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar 🙂

Einnig unnum börnin saman að því að búa til mynd til að hengja upp í lyftunni hér á Tröllaborgum til að gleðja nágranna okkar 🙂

Myndir frá deginum má sjá hér

Kisuhópur í leik á völlum

Börnin í Kisuhóp voru í leik á völlum í hópastarfi.  Við vorum að leika með myndvarpa, notuðum bolta, hringi og svo auðvitað okkur sjálf.  Sáum skuggann okkar og þeim fannst mjög gaman að setja bolta og hring á myndvarpann og sjá hvernig það kom á vegginn.  Einnig voru þau að hoppa á trampolíni og hjóla.  Þetta var mjög skemmtilegur hópatími og mikil gleði.

sjá myndir hér

Laut – Dagur Leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. feb. síðastliðinn þá teiknuðu börnin í Laut vinamyndir, settu þær í umslög og svo báru þau myndirnar í hús hér í nágrenni við skólann 🙂 Sjá myndir af þessu skemmtilega verkefni hér !

Dagur leikskólans

Í tilefni dagsins bárum við í nokkur hús í nágenni Tröllaborga mynd í umslagi sem við höfðum málað. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar. her  Myndir