Stefán Örn og Sandra 3 ára :)

Í dag héldum við upp á 3 ára afmæli Stefáns og Söndru, en Sandra verður 3 ára á morgun og Stefán þann 4. júlí. Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 🙂 Hér eru nokkrar myndir af afmælisbörnunum okkar 🙂

Laut – Listigarður

Við nýttum góða veðrið í gær og fórum í ferð í listigarðinn. Tókum með okkur drykki og kex og gæddum okkur á því í garðinum, fórum svo í jóga og smá leiki 🙂 Sjá myndir hér !

Strætóferð í naustahverfi :)

Í gær fimmtudag fóru Ljónahópur og Krókódílahópur í strætóferð. Við fórum í naustahverfið þar sem við lékum okkur í garðinum heima hjá Boggu. Síðan löbbuðum við í leikskólann Naustatjörn þar sem við hlupum um og lékum okkur áður en við tókum strætó aftur heim 🙂

Skemmtilegur dagur í frábæru veðri 🙂

Sjá myndir hér

 

Strætóferð :)

Í morgun nýttum við veðurblíðuna til að fara með þau börn sem eru að hætta á Móum í strætóferð. Við fórum niðrí bæ og hlupum á torginu og settumst svo niður og borðuðum banana, við sáum stóran bangsa þar sem börnin fengu að knúsa. Við ákváðum að skoða skemmtiferðaskipið sem lá við bryggjuna og voru börnin heldur betur heilluð af þessu risa stóra skipi og á leiðinni sáum við endur og litla unga. Börnin vöktu einnig mikla athygli hjá ferðamönnunum sem voru á skipinu og heilsuðu flestallir börnunum og brostu til þeirra 🙂

Hér má sjá myndir af þessari skemmtilegu ferð 🙂

Heimsókn í Matur og Mörk

Í dag fór Berg í vettvangsferð í Matur og Mörk. Við fórum með strætó. Pabbi hennar Bríetar Söru tók á móti okkur og við fengum að sjá hvað er framleitt hjá þeim. Í lok heimsóknarinnar fengu allir smá popp með sér í nesti. Á heimleiðinni stoppuðum við á róluvelli og lékum okkur. Hundurinn hennar Rósu, hann Skuggi gamli, kíkti aðeins á okkur þar 🙂 Myndir hér

   

 

Laut – Tilraunir

Fyrr í mánuðinum lékum við okkur með tilraunir. Gerðum smá eggjatilraun og sokkatilraun. Eggin láu í ediki í tvo daga og við það varð skurnin mjúk og því gátum við látið eggin boppa aðeins. Svo settum við sokk í glas og glasið síðan á hvolf í fulla skál af vatni. Þrátt fyrir að setja sokkana í vatn þá blotnuðu þeir ekkert! Þrælskemmtilegt alveg 🙂 Sjá myndir hér !

Uppákoma á Völlum :)

Í dag voru börnin í Læk með uppákomu á Völlum fyrir hinar deildarnar, þar sem þau sungu fyrir þau lagið Hvað gerir sólin ? Þau stóðu sig rosalega vel enda fengu þau mikið klapp fyrir 🙂

Sjá myndband hér

 

Una Lind 6 ára

Þann 20. júní varð Una Lind 6 ára gömul. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Harpa Karen 6 ára

Þann 8. júní síðastliðinn varð Harpa Karen 6 ára. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Vikan í Bergi

Í vikunni fórum við í gönguferð í Hulduheima Sel og fengum að leika okkur á lóðinni þeirra. Alltaf gaman að prófa ný leikskvæði. Við æfðum einnig hugrekki og sviðsframkomu með því að koma fram og segja brandara, syngja eða kynna okkur! Við heimsóttum útiskólasvæði Giljaskóla og gerðum útilistaverk og margt fleira. Hér koma nokkrar myndir frá vikunni og hér.

Amelía Rós 5 ára

Amelía Rós er 5 ára í dag. Í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.

Sjá myndir hér.

Skrúðganga 15. júní

Þann 15. júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur eða hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Rómeó Elí 5 ára

Á mánudaginn 18. júní verður Rómeó Elí 5 ára og við héldum uppá það með honum í dag! Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan merka áfanga! Myndir hér:

Gönguferð í Laut

Í vikunni fórum við í Bergi í heimsókn í Laut. Við lékum okkur á útileiksvæðinu og á skólalóð Glerárskóla. Eftir sumarfrí fara fjögur börn úr Bergi í Laut – þau Birta Kristín, Vidosav Grétar, Hörður Freyr og Eldjárn Alvar. Þau fengu að fara inn og skoða sig um og ræða aðeins við starfsfólkið. Myndir hér:

  

Hvammur – útskriftarferð

Á miðvikudaginn fór Tröllahópur í Hvammi í útskrifarferð, óvissuferð til Hríseyjar. Dagurinn var mjög skemmtilegur og mikil spenna í lofti. Hríseyingar tóku vel á móti okkur og fengum við skaplegt veður. Við brösuðum ýmislegt skemmtilegt og var það þreyttur hópur sem sneri heim í lok dags.

   

Sjá myndir hér. 

Laut – Útskriftarferð

Það var heldur betur skemmtilegur dagur hjá okkur í Laut í gær, en þá fórum við í útskriftarferð til Hríseyjar. Þetta var eins og þið öll vitið óvissuferð og enginn vissi því hvert ferðinni yrði heitið. Hríseyingar tóku vel á móti okkur, þó veðrið hefði mátt vera örlítið betra. Við létum það hins vegar ekkert á okkur fá og ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega vel. Sjá myndir hér !