Móar í þemavinnu

Í morgun héldum við áfram með þemavinnuna okkar, þar sem skynjun er á dagskrá hjá okkur núna. Við vorum að vinna með bragðskyn, við smökkuðum ýmsa ávexti ýmist sæta, súra, beiska eða harða. Börnin voru mjög spennt að smakka en smökkunin fór þó misvel í þau 🙂 Síðan vorum við með hlaup sem þau fengu bæði að mála með mynd og smakka. En myndirnar segja allt sem segja þarf 🙂 þær eru margar ansi skondnar 🙂 sjá hér

Tröllakrakka hópur fór í óvissuferð

Tröllakrakka – hópur fór í óvissuferð. Við byrjuðum á því að labba niður í Glerárskóla og lékum okkur aðeins á útisvæðinu í Laut. Svo hoppuðum við upp í strætó og fórum með honum niður í bæ. Ætluðum að kíkja á bókasafnið en það var ekki búið að opna, þannig að við löbbuðum í Pennann og skoðuðum bækurnar þar. Löbbuðum svo aftur á bókasafnið. Þar fengum við að kíkja í bækurnar þar og sumir úr hópnum eru byrjuð að lesa þannig að við vorum líka að æfa okkur í að lesa aðeins. Skemmtilegur dagur hjá okkur:) Hérna eru myndir úr ferðinni – Árný Helga að lesa – Grettir að lesa


Tröllakrakka – hópur

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar á Völlum. Við byrjðum á því að æfa okkur að kasta og grípa bolta. Síðan fórum við í stöðvaþjálfum þar sem við gengum eftir línu, hoppuðum á trampolíni og klifruðum í rimlunum, svo eitthvað sé nefnt. Í lok tímanst fórum við svo í smá slökun 🙂

 

Sjá myndir hér

Herdís Ylfa 6 ára

Herdís Ylfa verður 6 ára á morgun í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Elvar Bragi 5 ára

Elvar Bragi varð 5 ára miðvikudaginn 11. apríl síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Elísabet Freyja 5 ára

Elísabet Freyja varð 5 ára sunnudaginn 8. apríl síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Aðlögun í Móum :)

Á þriðjudaginn byrjaði Alexandra Ýr hjá okkur í Móum 🙂  Við bjóðum henni og fjölskyldu hennar velkomin til okkar í Tröllaborgir 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Hvolpar, Uglur og Krummar í hópastarfi

Krummahópur, Ugluhópur og Hvolpahópur voru saman í hópastarfi í morgun og það var sko mikið fjör hjá okkur. Við vorum að vinna með snertiskynjun og bjuggum við til þrautabraut þar sem börnin löbbuðu á riffluðum hringjum, stigu svo í fat með hveiti, annað fat með snjó og að lokum fóru þau í heitt fótabað 🙂 Þetta fannst þeim mjög spennandi eins og sjá má á þessum myndum 🙂 Eins og gefur að skilja þá fannst þeim erfiðast að stíga í snjóinn og voru sumir sem potuðu bara aðeins í hann með tánum 🙂 Sumum fannst þetta svo gaman að þau fóru nokkrar ferðir í gegnum brautina 🙂

Leikur og nám í Laut

Páskaföndur, íþróttatími, frjáls leikur, tröllahópur og margt margt fleira dreif á daga okkar hér í Laut í mars mánuði sem endranær 🙂 Endilega skoðið myndir frá leik og námi barnanna hér ! 🙂

Rakel Amelía 6 ára

Rakel Amelía verður 6 ára á morgun í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Birna Dís 6 ára

Birna Dís varð 6 ára síðastliðinn laugardago og hæeldum við uppá það með henni á föstudaginn.  Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Myndir frá deginum má sjá hér.

Vettvangsferð í Glerárgil og Laut

Í dag fórum við í Bergi í gönguferð um Glerárgil og á nýja leikvöllinn við Laut. Í Glerárgili skoðuðum við helli og veltum fyrir okkur hvort þar byggju nokkuð tröll! Við æfðum hugrekkið með því að kíkja inn í hellinn! Enginn sá tröll en kannski voru þau í felum, hver veit! Myndir hér

Ásgeir Örn 5 ára

Ásgeir Örn okkar verður 5 ára þann 29. mars. Við héldum uppá það með honum í gær þar sem hann ákvað að skella sér í páskafrí snemma 🙂 Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með áfangann! Myndir hér

HILMAR DARRI 3 ÁRA

Þann 25. mars verður Hilmar Darri 3ja ára og héldum við uppá það í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir frá deginum má sjá hér

Móar – Hvolpahópur :)

Síðustu daga erum við í Hvolpahóp búin að vera að föndra páskaföndur 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir af því 🙂
Fyrr í mánuðinum æfðum við okkur aðeins að klippa. Börnunum fannst það frekar erfitt en samt mjög gaman, sérstaklega þegar þau fengu að líma á blað það sem þau voru að klippa 🙂 Hér eru myndir 🙂