Skólahald á morgun-school tomorrow

Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið hægar að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él. Búast má við að hluti starfsfólks eigi í erfiðleikum með að komast til vinnu á réttum tíma í fyrramálið og að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega.

Þið foreldrar metið að sjálfsögðu ykkar aðstæður og hvort börn koma til skóla.

Schooling will be in all of the town’s schools tomorrow, Thursday, according to schedule. The weather seems to go down slower than forecast expected and therefore the town’s streets have been cleared more slowly. The construction center expects to shovel in the evening and start shoving at. 4 in the morning. The weather forecast reads at 13-18 m / s and eels. All traffic can be expected to go slower than usual.

Of course, you parents evaluate your circumstances and whether children come to school.

Skólahald fellur niður í dag kl. 13

Almannavarnir Eyjafjarðar mælast til þess að skólahaldi verði hætt fljótlega uppúr hádegi. Nú liggur fyrir að veðurspár ganga eftir, á mörkunum er að hægt sé að halda aðalleiðum opnum hér innanbæjar og því eru meiri líkur en minni á að þegar vindur eykst þá verði verulegar samgöngutruflanir. Skólahaldi verður því hætt í dag kl. 13.

Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja börn sín fyrir þann tíma.

The public defense of Eyjafjörður recommends that schooling should be stopped soon at 13:00 the latest. Now it is clear that the weather forecasts are correct, it is barely possible to keep the main routes open in town and therefore there is a greater likelihood that when the wind rises there will be significant interruptions in transport. Schooling will therefore close today at. 13. Appropriate measures must be taken for parents of preschool children to attend to their children before that time. Messages should also be sent to the parents of young children at the youngest level of grunnskóli. Frístund is also canceled from the same time.
Dear parents, please pick up your children as soon as possible – they must be home by 1 pm when school closes. It is good to pick up the youngest children before their sleeping time.

Verklagsreglur í óveðri og / eða ófærð

Kæru foreldrar.
Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi verklagsreglur sem gilda þegar útlit er fyrir óveður/ófærð í bænum.

Óveður og / eða ófærð
Verklagsreglur

Tilkynning lögreglu: Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, er brugðist við því.  Þá fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samkvæmt tilmælum lögreglu.

Sviðsstjóri fræðslusviðs er í slíkum tilvikum í sambandi við lögreglu að morgni og kemur tilkynningu í RÚV og Bylgjuna um að kennsla sé felld niður í leik- og grunnskólum á Akureyri. Er þá gert ráð fyrir því að fyrsta tilkynning sé birt kl. 7.00 að morgni. 

Ábyrgð foreldra:  Almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta, ef upplýsingar um lokun að tilmælum lögreglu hafa ekki náð til foreldra að morgni.  Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það í sms/síma eða með tölvupósti.

Ábyrgð skólayfirvalda: Af öryggisástæðum er hver skóli ábyrgur fyrir því að stjórnandi/starfsmaður sé kominn í skólann að morgni fyrir skólabyrjun ef vera skyldi að einhverjir mættu. Þeir eru þá upplýstir um að skólahald falli niður og nemendur/leikskólabörn skuli vera heima. Tryggja skal öryggi ungra grunnskólabarna, að þau séu ekki send ein heim aftur heldur tryggt að ábyrgðaraðili sæki. Af öryggisástæðum verða einhverjir að vera í húsi til kl. 10:00.

Akureyri, 9. janúar 2018
Sviðsstjóri fræðslusviðs

Tröllaborgir 15 ára og opnun Árholts

Í dag eru liðin 15 ár frá vígslu leikskólans Tröllaborga. Á þessum tímamótum gleðjumst við einnig yfir opnun Árholts sem er nú orðin yngri barna deild í Tröllaborgum. Við viljum þakka fyrrum starfsmönnum, foreldrum, nemendum og öðrum sem hafa komið að starfsemi leikskólans fyrir góðar stundir á liðnum árum.
Í tilefni afmælisins langar okkur að rifja upp hvernig nokkrir nemendur skólans svöruðu spurningum um dygðir á Degi leikskólans árið 2007 og hvernig þau myndu svara í dag, sjá hér að neðan.  Hlýjar kveðjur frá öllum í Tröllaborgum.

6. febrúar – Dagur leikskólans

Í tilefni að degi leikskólans sem var í gær þann 6. febrúar þá fórum við í Laut á stjá um bæinn okkar til þess að gleðja aðra. Við sömdum ljóð á dögunum um bæinn okkar Akureyri og færðum Skóladeild Akureyrarbæjar, Sjónvarpsstöðinni N4, leikskólastjóranum okkar henni Jakobínu og einnig gengum við í hús hér um nágrennið og færðum nágrönnum okkar ljóðið 🙂
      

Laut – gaman saman

Það hefur aldeilis margt á daga okkar drifið í jólamánuðinum sem nú er ný afstaðinn. Við lásum söguna Ævintýrið um Augastein og unnum eitt stykki listaverk eftir þann lestur. Við útbjuggum jólagjafir, perluðum, teiknuðum, klipptum, límdum, fórum í allskonar leiki, strætóferðir, safnferð, búðarferð sem var hluti af hjálpsemisverkefni okkar og svo mætti lengi lengi lengi telja 🙂 Yndislegur tími með þessum frábæru börnum 🙂

   


 

Jólaball í Tröllaborgum

Föstudaginn 14. des var haldið jólaball fyrir börn og starfsmenn Tröllaborga. Þeir bræður Stekkjastaur og Giljagaur kíktu við, dönsuðu með okkur í kringum jólatréð og að lokum fóru þeir inn á deildir og færðu börnunum pakka. (Hægt er að stækka myndirnar með því að ýta á þær)  🙂

Minjasafnið – Laut

Á þriðjudaginn síðastliðinn fórum við í Laut í heimsókn á Minjasafnið. Þar hittum við hana Rögnu sem fræddi okkur um hefðirnar í gömlu daga, til dæmis hvernig fólk tendraði ljós, hún sýndi okkur úr hverju fólk borðaði matinn sinn eða askinn. Einnig fengu börnin að prófa að kemba og þæfa ull líkt og fólk gerði í gamla daga.
 

 

Laut og hátíðarhöld í Glerárskóla

Nú stendur yfir afmælishátíðarvika í Glerárskóla. Skólahald í Glerárþorpi er 110 ára 🙂 Við í Laut tökum að sjálfsögðu þátt í þessum hátíðarhöldum. Í dag var fyrirhuguð skrúðganga en við fórum ekki vegna veðurs en við fórum hins vegar á samkomu í sal skólans og hlýddum á skólastjórann halda tölu sem og fleiri gesti. Að lokinni dagskrá í salnum var boðið upp á kökuhlaðborð fyrir alla nemendur skólans, virkilega flott 🙂

Laut – Heimsókn í Rauða krossinn

Eins og flestir vita þá erum við í Laut að læra um dygðina hjálpsemi, þess vegna ákváðum við að safna saman gömlum og of litlum fötum af okkur og gefa til Rauða krossins. Við fórum þangað með flíkurnar sem söfnuðust í síðustu viku og fengum í leiðinni fræðslu frá starfsmanni Rauða krossins 🙂  Við löbbuðum báðar leiðir í blíðskapar veðri og börnin stóðu sig frábærlega vel. Virkilega skemmtileg og vel heppnuð ferð.

Heimsókn í Rauða krossinn, Berg

Þetta haustið erum við að tileinka okkur dygðina hjálpsemi og ákváðum við í Bergi að safna  saman gömlum og of litlum fötum af okkur og færa Rauða krossinum afraksturinn í  fatasöfnun þeirra. Fimmtudaginn 22. nóv fórum við svo í vettvangsferð í Rauða krossinn með stútfulla poka sem við þurftum að hjálpast að við að bera á áfangastað. Að sjáfsögðu var tekið afskaplega vel á móti okkur og fengu börnin fræðslu um mikilvægi fatasöfnunar bæði hvað varðar hjálparstarf og endurvinnslu.

Laut skoðar umferðarmerkin

Við í Laut fórum í gönguferð um hverfið og skoðuðum umferðarmerkin sem urðu á vegi okkar. Fræddumst um hvað þau heita og hvað þau merkja. Síðan æfðum við okkur í að fara yfir nokkrar gangbrautir á leið okkar á leikvöllinn við Sunnuhlíð. Allir þurfa þá að stoppa, horfa og hlusta 🙂

Stafir hér og stafir þar, Berg

Börnin í Bergi hafa mikinn áhuga á bókstöfunum og er gaman að sjá hvernig stafirnir flæða í gegnum leikinn hjá þeim og skiptir þá engu máli hvort þau séu við matarborðið eða í útiveru. 🙂

  

Tröllahópur heimsækir bókasafn Giljaskóla, Berg

Í gær heimsótti Tröllahópur bókasafn Giljaskóla en þar tók hún Ingunn, skólasafnskennari, á móti okkur. Hún sagði okkur frá bókasafninu, las fyrir okkur skemmtilega bók um ref, sýndi okkur uppstoppuð dýr (þar á meðal ref) og í lokin fengum við að skoða alls konar skemmtilegar bækur. Á leiðinni heim var farið að snjóa og skemmtu börnin sér við að skrifa stafi með fótunum í fölina, sjá myndir hér !

Alþjóðlegi bangsadagurinn – Laut

Í dag höldum við í Laut uppá alþjóðlega bangsadaginn, börnin mættu með bangsann sinn og læra og leika með hann í dag. En á meðan útiveru barnanna stendur þá hvíla bangsarnir sig í sætum þeirra í krók 🙂 Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna 🙂

 

Byggingarlist Bergi

Börnin hafa einstaklega gaman af því að byggja úr seglaplötum sem við eigum og er gaman að fylgjast með allri stærðfræðinni sem á sér stað í byggingarferlinu. Börnin keppast við að byggja sínar eigin byggingar og eins hafa þau byggt hinar og þessar eftirmyndir af kirkjum landsins s.s. Akureyrarkirkju. Hver veit nema hér séu upprennandi byggingafræðingar og arkitektúrar á ferð ? 🙂

Bangsasögustund – Hvammur

Á mánudaginn tókum við í Hvammi strætó niður í bær og fórum í í heimsókn á Amtbókasafnið. Þar sem Fríða tók á móti okkur í bangsabúning og las fyrir okkur skemmtilega sögu um bangsa. Eftir sögustundina fengum við að skoða bækur, leika okkur og lita bangsamyndir. Á leiðinni heim fórum við svo í nokkra leiki á torginu áður en tími var kominn til að taka strætó aftur upp í leikskóla.

  

Samstarf, Laut

Samstarf 1. bekkjar Glerárskóla, Hulduheima/Kot og Tröllaborgir Laut. Við hittumst í fyrsta sinn í gær þann 15. okt og lékum okkur saman á skólalóðinni. Við ætlum að hittast einu sinni í mánuði og gera ýmislegt skemmtilegt saman.