Móar – Þorrablót :)

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur í Móum í dag. Við byrjuðum morguninn á því að bjóða í Bóndadags morgunmat og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂   Að því loknu var vinastund á Völlum þar sem við fengum að sjá myndir frá því í gamla daga og sungum við einnig nokkur þorralög. Rúsínan á pylsuendanum var svo frábær hádegisverður en þá fengum við að borða þorramat 🙂 Hér eru myndir 🙂
Í gær fengum við súkkulaðiköku í nónhressingunni. Hér eru nokkrar myndir 🙂

Þorrablót í Tröllaborgum :)

Í dag héldum við Þorrablót í Tröllaborgum. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat í tilefni af Bóndadeginum. Síðan hittust allar deildar á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat. Skemmtilegur dagur hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Bóndadags morgunmatur og þorrablót í hádeginu :)

Í dag föstudag héldum við Þorrablót. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum eða öfum í morgunmat í tilefni af bóndadeginum. Að því loknu hittumst við öll á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat 🙂

Sjá myndir hér

Gullkistan í Læk

15. janúar kom hún Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar með Gullkistuna sína. Í Gullkistunni var að finna ýmsa fróðlega hluti frá því í gamla daga eins og sauðskinnskó, ask og leggi og skeljar. Börnin fengu að skoða þessa hluti og prófa þá 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-gamli tíminn

Þessa vikuna erum við búin að fræðast örlítið um gamla tímann. Við skoðuðum myndir af torfbæjum, víkingum og alls konar dóti sem börnin léku sér að í gamla daga. Skemmtileg vika hjá okkur sem lauk með bóndadagsmorgunmat og þorrablóti í dag 🙂

SJá myndir hér

Hvolpahópur á Læk, gamli tíminn

Við í hvolpahóp höfum verið að kynna okkur aðeins lífið í gamla daga þessa vikuna. Við notuðum tölvuna til að skoða myndir til að skilja þetta allt saman miklu betur. Sáum þar til dæmis að krakkarnir hér áður fyrr léku sér með leggi og skeljar, fólkið bjó í torfbæjum og að ekki voru til sjónvarp. Einnig bjuggum við okkur til víkinga hjálma 🙂

Myndir frá vikunni má sjá hér

Ljónahópur :)

Vikuna 8 -12 vorum við í LJónahópi að koma okkur aftur af stað eftir gott jólafrí. Við ræddum um það sem við gerðum í jólafríinu, pússluðum, perluðum og gripum í spil 🙂

Sjá myndir hér

 

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Hér eru þau Hilmar Marinó og Árný Helga. Þau fóru hring um skólann til að kanna eldvarnir. Það gekk eins og í sögu eins og hjá öllum hinum. Börnin eru öll áhugasöm og spennt fyrir því að fræðast um þessi atriði. Sjá myndir hér !

Dagur Þór 5 ára

Þann 1. janúar varð Dagur Þór í Bergi 5 ára og þar með fyrstur í Bergi til að brjóta þann múr í ár 🙂 Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn! Myndir hér

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum komin á fullt eftir jólahátíðina. Hjá okkur er alltaf nóg að gera bæði inni og úti. Í síðustu viku máluðum við fallegar myndir, skoðuðum í gullkistuna sem Ragna kom með frá Minjasafninu og svo sungum við með Heimi Ingimars ásamt mörgu öðru skemmtilegu:) hér eru nokkrar myndir

Hvammur – Gullkistan

Á mánudaginn kom Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar. Hún kom með gullkistuna sína en í henni er hún með alls kyns spennandi dót frá því í gamla daga sem hún sýndi okkur og sagði frá hvernig þeir votu notaðir. Einnig fengu allir að skoða og prófa.

Sjá myndir hér.

Móar – Gullkistan

Á mánudaginn kom Ragna frá Minjasafninu með nokkra muni úr safninu í Gullkistu. Við fengum að sjá sauðskinnsskó, ask og gömul leikföng.  Hér eru nokkrar myndir 🙂

Hvolpahópur :)

Við í hvolpahóp erum öll að komast af stað eftir notalegt jólafrí. Í hópatíma höfum við verið að bralla ýmislegt til dæmis að mála sem er alltaf vinsælt. 🙂

Nokkrar myndir af hópnum að mála á pappadiska má sjá hér

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum að komast af stað aftur eftir gott jólafrí. Þessa vikuna spiluðum við stafa-minnisspil og tengdum stafinu við Lubbahljóðin. Auk þess erum við þessa dagana að ræða um mismunandi svipbrigði og hvað svipurinn getur sagt okkur um það hvernig okkur líður o.s.frv. 🙂

 

Sjá myndir hér